Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2021 12:55 Vilhjálmur Birgisson sótti mál fyrir dómstólum þegar VLFA neitaði honum um aðgang að gögnum félagsins. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði lögfræðingsins, Magnúsar M. Norðdahl, sem dagsett er 1. september 2021. Í minnisblaðinu fjallar Magnús um erindi Guðmundar til ASÍ og kemst að þeirri niðurstöðu að umkvörtun hans sé ekki tæk til efnislegrar meðferðar í miðstjórn ASÍ en einnig að stjórnendum Eflingar sé mögulega óheimilt að halda álytkun trúnaðarmannanna frá Guðmundi og öðrum stjórnarmönnum. Í minnisblaðinu vísar Magnús til óraskaðs dóms undirréttar í máli Vilhjálms Birgissonar, sem þá var óbreyttur stjórnarmaður í Verkalýðsfélagi Akraness og krafðist óhefts aðgangs að bókhaldsgögnum félagsins. Magnús M. Norðdahl. „Það er alveg ljóst og ég þekki það af eigin raun eftir að hafa farið með sambærilegt mál á sínum tíma í gegnum öll dómstig landsins, alveg upp í Hæstarétt, að það er algjörlega óumdeilt að stjórnarmenn hafa lögvarða hagsmuni af því að fá öll þau gögn sem lúta að starfsemi stéttarfélaganna til að geta sinnt sinni eftirlisskyldu,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi, sem er í dag formaður VLFA. „Og ég hef svo sem alveg sagt það við Viðar [Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar] nýlega að ég tel það hafa verið umtalsverð mistök af þeirra hálfu að hafa ekki afhent bréfið á stjórnarfundi. Það hefði alveg getað ríkt trúnaður um það innan stjórnar. Þannig að það er alveg ljóst í mínum huga að þarna voru gerð mistök og það er mjög mikilvægt fyrir alla sem stjórna stéttarfélögum að gera sér grein fyrir því að ef stjórnarmenn eiga að geta uppfyllt sína lagalegu skyldu, þá verða þeir eðli málsins samkvæmt að hafa aðgang að þeim gögnum sem þeir óska eftir,“ segir Vilhjálmur. „Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn allra félagsmála milli félagsfunda ...“ Í málinu gegn VLFA hélt Vilhjálmur því fram að „honum bæri sem aðalstjórnarmanni í stefnda skylda til að hafa eftirlit með rekstri skrifstofu félagsins...“. Kemst lögfræðingur ASÍ að því að þrátt fyrir að málið hafi eingöngu varðað bókhaldsgögn megi ráða af rökstuðningi undirréttar og rökstuðningi Hæstaréttar að niðurstöðuna bæri að túlka þannig að hún væri almenn leiðbeining um rétt stjórnarmanna í stéttarfélögum til aðgangs að gögnum þeirra. Vilhjálmur, Viðar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Vilhelm Í rökstuðningi Hæstaréttar segir meðal annars: Samkvæmt 16. gr. samþykkta [Verkalýðsfélags Akraness] hefur stjórnin á hendi yfirstjórn allra mála milli félagsfunda. Hún boðar félagsfundi og ræður starfsmenn félagsins og segir fyrir um starfsskilyrði þeirra“ Þá segir að þegar horft sé til almennra regla félagaréttar skipti máli að um sé að ræða stéttarfélag, þar sem almennt gilti um þau félög að félagsaðild gæti haft verulega þýðingu fyrir félagsmenn. Magnús segir 11. grein laga Eflingar áþekk 16. grein laga VLFA: „Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn allra félagsmála milli félagsfunda ... Hún ræður starfsmenn félagsins, ákveður laun þeirra, vinnuskilyrði og starfsvið með ráðningarsamningum...“ Þá segir Magnús: „Með hliðsjón af framansögðu verður að telja að formanni félagsins kunni að vera óheimilt að neita GJB og öðrum stjórnarmönnum Eflingar um aðgang að gögnum sem varða starfsemi félagsins, starfsmenn þess og vinnuskilyrði þeirra.“ „Mjög sorglegt mál í alla staði“ Í tölvupósti sem Sólveig Anna sendi á trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar 24. júní síðastliðinn segir hún stjórn félagsins hafa rætt ályktun þeirra frá 9. júní. Þá hafi meðal annars verið rætt sérstaklega hvort nauðsynlegt væri fyrir stjórn að fá ályktunina afhenta en niðurstaðan hefði verið sú að stjórnin óskaði ekki eftir því. Spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnar réttlætti ákvörðun Sólveigar og Viðars að láta Guðmund ekki fá ályktunina eða hvort hann hefði ekki átt rétt á því engu að síður, segir Vilhjálmur svarið engum vafa undirorpið: „Um það snérist mitt mál á sínum tíma. Ég var í minnihluta stjórnar VLFA og það var vísað í það að það hefði verið afgreitt á stjórnarfundi að ég ætti ekki að hafa aðgang að bókhaldsgögnunum. En þeir dómar sem síðar féllu voru alveg ótvíræðir um að til að stjórnarmenn gætu uppfyllt sína lagalegu skyldu þá yrðu þeir að hafa slíkt aðgengi. Þetta er kristaltært í mínum huga. Og þarna voru bara gerð mistök. Ég ítreka það sem ég hef sagt að ég tel að þetta mál hefði verið auðleysanlegt með þeim hætti að fara yfir innihaldið og fá síðan hlutlausan og óháðan aðila, til dæmis vinnustaðasálfræðing, til að greina stöðuna og vinna svo útfrá henni.“ Vilhjálmur segir að þarna hafi snjókorn orðið að snjóbolta. „Þó ég sé alls ekki að gera lítið úr þeim vandræðum sem hafa verið á milli starfsmanna og stjórnenda þá koma upp vandamál á öllum vinnustöðum. Þau eru til þess að greina þau og leysa þau. Þess vegna er þetta mjög sorglegt mál í alla staði.“ Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði lögfræðingsins, Magnúsar M. Norðdahl, sem dagsett er 1. september 2021. Í minnisblaðinu fjallar Magnús um erindi Guðmundar til ASÍ og kemst að þeirri niðurstöðu að umkvörtun hans sé ekki tæk til efnislegrar meðferðar í miðstjórn ASÍ en einnig að stjórnendum Eflingar sé mögulega óheimilt að halda álytkun trúnaðarmannanna frá Guðmundi og öðrum stjórnarmönnum. Í minnisblaðinu vísar Magnús til óraskaðs dóms undirréttar í máli Vilhjálms Birgissonar, sem þá var óbreyttur stjórnarmaður í Verkalýðsfélagi Akraness og krafðist óhefts aðgangs að bókhaldsgögnum félagsins. Magnús M. Norðdahl. „Það er alveg ljóst og ég þekki það af eigin raun eftir að hafa farið með sambærilegt mál á sínum tíma í gegnum öll dómstig landsins, alveg upp í Hæstarétt, að það er algjörlega óumdeilt að stjórnarmenn hafa lögvarða hagsmuni af því að fá öll þau gögn sem lúta að starfsemi stéttarfélaganna til að geta sinnt sinni eftirlisskyldu,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi, sem er í dag formaður VLFA. „Og ég hef svo sem alveg sagt það við Viðar [Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar] nýlega að ég tel það hafa verið umtalsverð mistök af þeirra hálfu að hafa ekki afhent bréfið á stjórnarfundi. Það hefði alveg getað ríkt trúnaður um það innan stjórnar. Þannig að það er alveg ljóst í mínum huga að þarna voru gerð mistök og það er mjög mikilvægt fyrir alla sem stjórna stéttarfélögum að gera sér grein fyrir því að ef stjórnarmenn eiga að geta uppfyllt sína lagalegu skyldu, þá verða þeir eðli málsins samkvæmt að hafa aðgang að þeim gögnum sem þeir óska eftir,“ segir Vilhjálmur. „Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn allra félagsmála milli félagsfunda ...“ Í málinu gegn VLFA hélt Vilhjálmur því fram að „honum bæri sem aðalstjórnarmanni í stefnda skylda til að hafa eftirlit með rekstri skrifstofu félagsins...“. Kemst lögfræðingur ASÍ að því að þrátt fyrir að málið hafi eingöngu varðað bókhaldsgögn megi ráða af rökstuðningi undirréttar og rökstuðningi Hæstaréttar að niðurstöðuna bæri að túlka þannig að hún væri almenn leiðbeining um rétt stjórnarmanna í stéttarfélögum til aðgangs að gögnum þeirra. Vilhjálmur, Viðar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Vilhelm Í rökstuðningi Hæstaréttar segir meðal annars: Samkvæmt 16. gr. samþykkta [Verkalýðsfélags Akraness] hefur stjórnin á hendi yfirstjórn allra mála milli félagsfunda. Hún boðar félagsfundi og ræður starfsmenn félagsins og segir fyrir um starfsskilyrði þeirra“ Þá segir að þegar horft sé til almennra regla félagaréttar skipti máli að um sé að ræða stéttarfélag, þar sem almennt gilti um þau félög að félagsaðild gæti haft verulega þýðingu fyrir félagsmenn. Magnús segir 11. grein laga Eflingar áþekk 16. grein laga VLFA: „Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn allra félagsmála milli félagsfunda ... Hún ræður starfsmenn félagsins, ákveður laun þeirra, vinnuskilyrði og starfsvið með ráðningarsamningum...“ Þá segir Magnús: „Með hliðsjón af framansögðu verður að telja að formanni félagsins kunni að vera óheimilt að neita GJB og öðrum stjórnarmönnum Eflingar um aðgang að gögnum sem varða starfsemi félagsins, starfsmenn þess og vinnuskilyrði þeirra.“ „Mjög sorglegt mál í alla staði“ Í tölvupósti sem Sólveig Anna sendi á trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar 24. júní síðastliðinn segir hún stjórn félagsins hafa rætt ályktun þeirra frá 9. júní. Þá hafi meðal annars verið rætt sérstaklega hvort nauðsynlegt væri fyrir stjórn að fá ályktunina afhenta en niðurstaðan hefði verið sú að stjórnin óskaði ekki eftir því. Spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnar réttlætti ákvörðun Sólveigar og Viðars að láta Guðmund ekki fá ályktunina eða hvort hann hefði ekki átt rétt á því engu að síður, segir Vilhjálmur svarið engum vafa undirorpið: „Um það snérist mitt mál á sínum tíma. Ég var í minnihluta stjórnar VLFA og það var vísað í það að það hefði verið afgreitt á stjórnarfundi að ég ætti ekki að hafa aðgang að bókhaldsgögnunum. En þeir dómar sem síðar féllu voru alveg ótvíræðir um að til að stjórnarmenn gætu uppfyllt sína lagalegu skyldu þá yrðu þeir að hafa slíkt aðgengi. Þetta er kristaltært í mínum huga. Og þarna voru bara gerð mistök. Ég ítreka það sem ég hef sagt að ég tel að þetta mál hefði verið auðleysanlegt með þeim hætti að fara yfir innihaldið og fá síðan hlutlausan og óháðan aðila, til dæmis vinnustaðasálfræðing, til að greina stöðuna og vinna svo útfrá henni.“ Vilhjálmur segir að þarna hafi snjókorn orðið að snjóbolta. „Þó ég sé alls ekki að gera lítið úr þeim vandræðum sem hafa verið á milli starfsmanna og stjórnenda þá koma upp vandamál á öllum vinnustöðum. Þau eru til þess að greina þau og leysa þau. Þess vegna er þetta mjög sorglegt mál í alla staði.“
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira