Hyundai með flestar nýskráningar í október Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Framendinn á nýjum Tucson N Line. Alls voru 122 Hyundai bifreiðar nýskráðar, það voru flestar nýskráningar allra framleiðenda. Toyota var í öðru sæti með 84 eintök nýskráð og Volvo í þriðja sæti með 71 eintak. Alls voru nýskráð 1020 ökutæki í október, þar af 788 fólksbifreiðar, samkvæmt opinberum tölum á vef Samgöngustofu. Undirtegundir Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök. Athygli vekur að Toyota sem er í öðru sæti í heildina sést ekki á lista yfir undirtegundir fyrr en í fjórða sæti, þar sem finna má Rav4 með 31 eintak. Fjöldi nýskráninga eftir orkugjafa. Orkugjafar Minnsti mögulegi munur er á bensín raftengilbílum annars vegar, sem er algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í október með 277 eintök nýskráð og rafbíla hins vegar sem var næst algengasti orkugjafinn í október, 276 eintök. Þróun Samtals voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september á Íslandi. Það fækkar því um rúman fjórðung þar sem nýskráð ökutæki í október voru 1020. Það er þó smávægileg aukning á milli ára. Í október í fyrra voru 962 ökutæki nýskráð þannig að nýskráningum fjölgar um 6%. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Undirtegundir Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök. Athygli vekur að Toyota sem er í öðru sæti í heildina sést ekki á lista yfir undirtegundir fyrr en í fjórða sæti, þar sem finna má Rav4 með 31 eintak. Fjöldi nýskráninga eftir orkugjafa. Orkugjafar Minnsti mögulegi munur er á bensín raftengilbílum annars vegar, sem er algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í október með 277 eintök nýskráð og rafbíla hins vegar sem var næst algengasti orkugjafinn í október, 276 eintök. Þróun Samtals voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september á Íslandi. Það fækkar því um rúman fjórðung þar sem nýskráð ökutæki í október voru 1020. Það er þó smávægileg aukning á milli ára. Í október í fyrra voru 962 ökutæki nýskráð þannig að nýskráningum fjölgar um 6%.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent