Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Emil í leik með Sandefjord. Í dag leikur hann með Sogndal í norsku B-deildinni, en læknir liðsins segir að skjót viðbrögð allra viðstaddra hafi bjargað lífi hans síðastliðinn mánudag. Sandefjord Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. Rosø hefur staðið vaktina á heimaleikjum Sogndal síðastliðin sjö ár, en síðasta mánudagskvöld kom upp mjög svo alvarlegt atvik er Emil Pálsson hné niður á vellinum eftir tólf mínútna leik. „Í svona aðstæðum seturðu þig í hlutverk sem hefur verið æft margoft,“ sagði Rosø í samtali við norska miðilinn VG. „Ég sá ekki þegar Emil féll til jarðar, en dómarinn sá það. Hann veifaði höndum og virtist í uppnámi. Við áttuðum okkur fljótt á því að þetta var alvarlegt.“ Hann segir að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið fyrstur á vettvang. „Það er staðlað verklag að sjúkraþjálfarinn fari fyrstur inn á. Oft liggja leikmenn eftir einhverskonar samstuð. Í þetta skipti áttuðum við okkur á að aðstæður voru öðruvísi, þetta var eitthvað meira. Dómarinn veifaði eftir aðstoð og leikmenn brugðust öðruvísi við en við erum vanir.“ Eftir að hafa skoða endursýningar komust blaðamenn VG að frá því að dómarinn byrjaði að veifa og þar til að sjúkraþjálfarinn var mættur á svæðið liðu aðeins sjö sekúndur. Læknirinn segir aðþegar um hjartastopp er að ræða séu tveir þættir sem skipta lykilmáli. Annars vegar að fylgja verklagi, og hins vegar samvinna. „Eftir endurlífgun snýst þetta um að koma sjúklingnum í jafnvægi og ganga úr skugga um að lífsnauðsynlegir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og öndun og súrefnisflæði. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sjúklingnum fljótt á sjúkrahús.“ „Á mánudaginn gekk allt vel. Það var liðið sem bjargaði lífi Emils,“ sagði Rosø að lokum. Norski boltinn Tengdar fréttir „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Rosø hefur staðið vaktina á heimaleikjum Sogndal síðastliðin sjö ár, en síðasta mánudagskvöld kom upp mjög svo alvarlegt atvik er Emil Pálsson hné niður á vellinum eftir tólf mínútna leik. „Í svona aðstæðum seturðu þig í hlutverk sem hefur verið æft margoft,“ sagði Rosø í samtali við norska miðilinn VG. „Ég sá ekki þegar Emil féll til jarðar, en dómarinn sá það. Hann veifaði höndum og virtist í uppnámi. Við áttuðum okkur fljótt á því að þetta var alvarlegt.“ Hann segir að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið fyrstur á vettvang. „Það er staðlað verklag að sjúkraþjálfarinn fari fyrstur inn á. Oft liggja leikmenn eftir einhverskonar samstuð. Í þetta skipti áttuðum við okkur á að aðstæður voru öðruvísi, þetta var eitthvað meira. Dómarinn veifaði eftir aðstoð og leikmenn brugðust öðruvísi við en við erum vanir.“ Eftir að hafa skoða endursýningar komust blaðamenn VG að frá því að dómarinn byrjaði að veifa og þar til að sjúkraþjálfarinn var mættur á svæðið liðu aðeins sjö sekúndur. Læknirinn segir aðþegar um hjartastopp er að ræða séu tveir þættir sem skipta lykilmáli. Annars vegar að fylgja verklagi, og hins vegar samvinna. „Eftir endurlífgun snýst þetta um að koma sjúklingnum í jafnvægi og ganga úr skugga um að lífsnauðsynlegir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og öndun og súrefnisflæði. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sjúklingnum fljótt á sjúkrahús.“ „Á mánudaginn gekk allt vel. Það var liðið sem bjargaði lífi Emils,“ sagði Rosø að lokum.
Norski boltinn Tengdar fréttir „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
„Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29
Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01
Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23