Skotvís biðlar til veiðimanna um að hafa rjúpuna í forrétt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2021 06:21 Veiðimenn segja rjúpuna stygga í ár. Getty/Sven-Erik Arndt Skotveiðifélag Íslands hyggst beina þeim tilmælum til veiðimanna að virða tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands um hæfilegar rjúpnaveiðar og veiða rjúpuna í forrétt, frekar en aðalrétt. „Við hvetjum menn til að nota rjúpuna í forrétt; bara til að fá ilminn og bragðið,“ segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís. Náttúrufræðistofnun hefur ráðlagt að veiðimenn veiði aðeins fjórar rjúpur en algeng veiði í jólamatinn fyrir heila fjölskyldu eru átta til tíu rjúpur. Búið er að veiða tvo daga, á mánudag og þriðjudag. Veiðar verða leyfðar 1. til 30. nóvember, fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags. Þá er tekin upp sú nýbreyttni í ár að leit og veiðar mega ekki hefjast fyrr en klukkan 12 á hádegi. Sölubann er enn í gildi. Áki segir veiðarnar hafa farið misjafnlega af stað. „Menn segja bæði að það sé lítið og mikið af rjúpu og flestir að hún sé ljónstygg, sem getur passað því það er ekkert sérstaklega vetrarlegt og þá er hún styggari,“ segir hann. Stofnin sé í misgóðu ástandi eftir landssvæðum; betri á Vesturlandi og Vestfjörðum en í lágmarki fyrir norðan og austan. Veiðin þurfi þó ekki að fara eftir því. „Það getur verið töluvert af rjúpu innan þessara landshluta. Menn geta alveg labbað fram á góða og stóra hópa á góðum svæðum.“ Samkvæmt greinargerð Náttúrufræðistofnunar um veiðiþol rjúpnastofnsins er ráðlögð veiði sögð 20 þúsund fuglar, eða fjórir á mann miðað við 5.000 veiðimenn. Telja megi nær öruggt að veiðin verði nær 30 þúsund fuglum. Áki segir tölurnar á bakvið þessa útreikninga hafa breyst. Í október hefðu um 90 prósent veiðimanna skilað gögnum um veiðarnar í fyrra og veiðimenn hefðu verið rétt undir 4.000 og veiðin 37 þúsund fuglar. Náttúrufræðistofnun hefði spáð veiði upp á 40 þúsund fugla fyrir árið 2020. „Ég held að 90 prósent veiðimanna muni virða þetta og svo verða einhverjir sem gera það ekki,“ segir Áki um ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar og tilmæli Skotvís. „Ég held að veiðin verði á bilinu 20 til 25 þúsund fuglar.“ Hann bendir á að taka verði mannlega þáttinn með í reikninginn. „Það er ekkert skemmtilegt að labba í átta klukkutíma og 25 kílómetra og sjá ekki fjöður. Þá verður maður bara svolítið niðurbrotinn og þá er ekki mikill hvati til að fara aftur daginn eftir,“ segir hann. Hvað varðar stöðu og framtíð rjúpnastofnsins segir Áki alveg ljóst að annað ráði för en veiðar. Þá sé líklega útséð um að hann nái fyrri stærð. Náttúrufræðistofnun talar í þessu samhengi um tíðarfar, afrán og sýkingar. „Í verndaráætlun... markmiðið að stofninn yrði 2 milljónir fugla, er algjörlega óraunhæft. Þessi friðunarár sýndu að viðkoman nær þessu ekki. Viðkomann er stærsti þátturinn; ef fuglinn nær ekki að skila nema fimm, sex ungum úr tólf eggjum... Þeir voru að skila átta til níu ungum fyrir þrjátíu árum. Það vantar mörg hundruð þúsund rjúpur í veiðistofninn að hausti.“ Rjúpa Skotveiði Umhverfismál Jól Tengdar fréttir Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Rjúpnaveiðitímabilið hófst á mánudaginn í skugga breyttra reglna en aðeins má veiða frá hádegi á þeim dögum sem veiðar eru heimilar. 3. nóvember 2021 09:26 Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Rjúpnaveiðar hefjast á mánudaginn en í gær ákvað Umhverfisráðherra nokkuð breytt snið á veiðunum. 29. október 2021 10:03 Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Við hvetjum menn til að nota rjúpuna í forrétt; bara til að fá ilminn og bragðið,“ segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís. Náttúrufræðistofnun hefur ráðlagt að veiðimenn veiði aðeins fjórar rjúpur en algeng veiði í jólamatinn fyrir heila fjölskyldu eru átta til tíu rjúpur. Búið er að veiða tvo daga, á mánudag og þriðjudag. Veiðar verða leyfðar 1. til 30. nóvember, fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags. Þá er tekin upp sú nýbreyttni í ár að leit og veiðar mega ekki hefjast fyrr en klukkan 12 á hádegi. Sölubann er enn í gildi. Áki segir veiðarnar hafa farið misjafnlega af stað. „Menn segja bæði að það sé lítið og mikið af rjúpu og flestir að hún sé ljónstygg, sem getur passað því það er ekkert sérstaklega vetrarlegt og þá er hún styggari,“ segir hann. Stofnin sé í misgóðu ástandi eftir landssvæðum; betri á Vesturlandi og Vestfjörðum en í lágmarki fyrir norðan og austan. Veiðin þurfi þó ekki að fara eftir því. „Það getur verið töluvert af rjúpu innan þessara landshluta. Menn geta alveg labbað fram á góða og stóra hópa á góðum svæðum.“ Samkvæmt greinargerð Náttúrufræðistofnunar um veiðiþol rjúpnastofnsins er ráðlögð veiði sögð 20 þúsund fuglar, eða fjórir á mann miðað við 5.000 veiðimenn. Telja megi nær öruggt að veiðin verði nær 30 þúsund fuglum. Áki segir tölurnar á bakvið þessa útreikninga hafa breyst. Í október hefðu um 90 prósent veiðimanna skilað gögnum um veiðarnar í fyrra og veiðimenn hefðu verið rétt undir 4.000 og veiðin 37 þúsund fuglar. Náttúrufræðistofnun hefði spáð veiði upp á 40 þúsund fugla fyrir árið 2020. „Ég held að 90 prósent veiðimanna muni virða þetta og svo verða einhverjir sem gera það ekki,“ segir Áki um ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar og tilmæli Skotvís. „Ég held að veiðin verði á bilinu 20 til 25 þúsund fuglar.“ Hann bendir á að taka verði mannlega þáttinn með í reikninginn. „Það er ekkert skemmtilegt að labba í átta klukkutíma og 25 kílómetra og sjá ekki fjöður. Þá verður maður bara svolítið niðurbrotinn og þá er ekki mikill hvati til að fara aftur daginn eftir,“ segir hann. Hvað varðar stöðu og framtíð rjúpnastofnsins segir Áki alveg ljóst að annað ráði för en veiðar. Þá sé líklega útséð um að hann nái fyrri stærð. Náttúrufræðistofnun talar í þessu samhengi um tíðarfar, afrán og sýkingar. „Í verndaráætlun... markmiðið að stofninn yrði 2 milljónir fugla, er algjörlega óraunhæft. Þessi friðunarár sýndu að viðkoman nær þessu ekki. Viðkomann er stærsti þátturinn; ef fuglinn nær ekki að skila nema fimm, sex ungum úr tólf eggjum... Þeir voru að skila átta til níu ungum fyrir þrjátíu árum. Það vantar mörg hundruð þúsund rjúpur í veiðistofninn að hausti.“
Rjúpa Skotveiði Umhverfismál Jól Tengdar fréttir Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Rjúpnaveiðitímabilið hófst á mánudaginn í skugga breyttra reglna en aðeins má veiða frá hádegi á þeim dögum sem veiðar eru heimilar. 3. nóvember 2021 09:26 Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Rjúpnaveiðar hefjast á mánudaginn en í gær ákvað Umhverfisráðherra nokkuð breytt snið á veiðunum. 29. október 2021 10:03 Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Rjúpnaveiðitímabilið hófst á mánudaginn í skugga breyttra reglna en aðeins má veiða frá hádegi á þeim dögum sem veiðar eru heimilar. 3. nóvember 2021 09:26
Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Rjúpnaveiðar hefjast á mánudaginn en í gær ákvað Umhverfisráðherra nokkuð breytt snið á veiðunum. 29. október 2021 10:03
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16
Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20
Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent