Skotvís biðlar til veiðimanna um að hafa rjúpuna í forrétt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2021 06:21 Veiðimenn segja rjúpuna stygga í ár. Getty/Sven-Erik Arndt Skotveiðifélag Íslands hyggst beina þeim tilmælum til veiðimanna að virða tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands um hæfilegar rjúpnaveiðar og veiða rjúpuna í forrétt, frekar en aðalrétt. „Við hvetjum menn til að nota rjúpuna í forrétt; bara til að fá ilminn og bragðið,“ segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís. Náttúrufræðistofnun hefur ráðlagt að veiðimenn veiði aðeins fjórar rjúpur en algeng veiði í jólamatinn fyrir heila fjölskyldu eru átta til tíu rjúpur. Búið er að veiða tvo daga, á mánudag og þriðjudag. Veiðar verða leyfðar 1. til 30. nóvember, fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags. Þá er tekin upp sú nýbreyttni í ár að leit og veiðar mega ekki hefjast fyrr en klukkan 12 á hádegi. Sölubann er enn í gildi. Áki segir veiðarnar hafa farið misjafnlega af stað. „Menn segja bæði að það sé lítið og mikið af rjúpu og flestir að hún sé ljónstygg, sem getur passað því það er ekkert sérstaklega vetrarlegt og þá er hún styggari,“ segir hann. Stofnin sé í misgóðu ástandi eftir landssvæðum; betri á Vesturlandi og Vestfjörðum en í lágmarki fyrir norðan og austan. Veiðin þurfi þó ekki að fara eftir því. „Það getur verið töluvert af rjúpu innan þessara landshluta. Menn geta alveg labbað fram á góða og stóra hópa á góðum svæðum.“ Samkvæmt greinargerð Náttúrufræðistofnunar um veiðiþol rjúpnastofnsins er ráðlögð veiði sögð 20 þúsund fuglar, eða fjórir á mann miðað við 5.000 veiðimenn. Telja megi nær öruggt að veiðin verði nær 30 þúsund fuglum. Áki segir tölurnar á bakvið þessa útreikninga hafa breyst. Í október hefðu um 90 prósent veiðimanna skilað gögnum um veiðarnar í fyrra og veiðimenn hefðu verið rétt undir 4.000 og veiðin 37 þúsund fuglar. Náttúrufræðistofnun hefði spáð veiði upp á 40 þúsund fugla fyrir árið 2020. „Ég held að 90 prósent veiðimanna muni virða þetta og svo verða einhverjir sem gera það ekki,“ segir Áki um ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar og tilmæli Skotvís. „Ég held að veiðin verði á bilinu 20 til 25 þúsund fuglar.“ Hann bendir á að taka verði mannlega þáttinn með í reikninginn. „Það er ekkert skemmtilegt að labba í átta klukkutíma og 25 kílómetra og sjá ekki fjöður. Þá verður maður bara svolítið niðurbrotinn og þá er ekki mikill hvati til að fara aftur daginn eftir,“ segir hann. Hvað varðar stöðu og framtíð rjúpnastofnsins segir Áki alveg ljóst að annað ráði för en veiðar. Þá sé líklega útséð um að hann nái fyrri stærð. Náttúrufræðistofnun talar í þessu samhengi um tíðarfar, afrán og sýkingar. „Í verndaráætlun... markmiðið að stofninn yrði 2 milljónir fugla, er algjörlega óraunhæft. Þessi friðunarár sýndu að viðkoman nær þessu ekki. Viðkomann er stærsti þátturinn; ef fuglinn nær ekki að skila nema fimm, sex ungum úr tólf eggjum... Þeir voru að skila átta til níu ungum fyrir þrjátíu árum. Það vantar mörg hundruð þúsund rjúpur í veiðistofninn að hausti.“ Rjúpa Skotveiði Umhverfismál Jól Tengdar fréttir Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Rjúpnaveiðitímabilið hófst á mánudaginn í skugga breyttra reglna en aðeins má veiða frá hádegi á þeim dögum sem veiðar eru heimilar. 3. nóvember 2021 09:26 Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Rjúpnaveiðar hefjast á mánudaginn en í gær ákvað Umhverfisráðherra nokkuð breytt snið á veiðunum. 29. október 2021 10:03 Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Við hvetjum menn til að nota rjúpuna í forrétt; bara til að fá ilminn og bragðið,“ segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís. Náttúrufræðistofnun hefur ráðlagt að veiðimenn veiði aðeins fjórar rjúpur en algeng veiði í jólamatinn fyrir heila fjölskyldu eru átta til tíu rjúpur. Búið er að veiða tvo daga, á mánudag og þriðjudag. Veiðar verða leyfðar 1. til 30. nóvember, fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags. Þá er tekin upp sú nýbreyttni í ár að leit og veiðar mega ekki hefjast fyrr en klukkan 12 á hádegi. Sölubann er enn í gildi. Áki segir veiðarnar hafa farið misjafnlega af stað. „Menn segja bæði að það sé lítið og mikið af rjúpu og flestir að hún sé ljónstygg, sem getur passað því það er ekkert sérstaklega vetrarlegt og þá er hún styggari,“ segir hann. Stofnin sé í misgóðu ástandi eftir landssvæðum; betri á Vesturlandi og Vestfjörðum en í lágmarki fyrir norðan og austan. Veiðin þurfi þó ekki að fara eftir því. „Það getur verið töluvert af rjúpu innan þessara landshluta. Menn geta alveg labbað fram á góða og stóra hópa á góðum svæðum.“ Samkvæmt greinargerð Náttúrufræðistofnunar um veiðiþol rjúpnastofnsins er ráðlögð veiði sögð 20 þúsund fuglar, eða fjórir á mann miðað við 5.000 veiðimenn. Telja megi nær öruggt að veiðin verði nær 30 þúsund fuglum. Áki segir tölurnar á bakvið þessa útreikninga hafa breyst. Í október hefðu um 90 prósent veiðimanna skilað gögnum um veiðarnar í fyrra og veiðimenn hefðu verið rétt undir 4.000 og veiðin 37 þúsund fuglar. Náttúrufræðistofnun hefði spáð veiði upp á 40 þúsund fugla fyrir árið 2020. „Ég held að 90 prósent veiðimanna muni virða þetta og svo verða einhverjir sem gera það ekki,“ segir Áki um ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar og tilmæli Skotvís. „Ég held að veiðin verði á bilinu 20 til 25 þúsund fuglar.“ Hann bendir á að taka verði mannlega þáttinn með í reikninginn. „Það er ekkert skemmtilegt að labba í átta klukkutíma og 25 kílómetra og sjá ekki fjöður. Þá verður maður bara svolítið niðurbrotinn og þá er ekki mikill hvati til að fara aftur daginn eftir,“ segir hann. Hvað varðar stöðu og framtíð rjúpnastofnsins segir Áki alveg ljóst að annað ráði för en veiðar. Þá sé líklega útséð um að hann nái fyrri stærð. Náttúrufræðistofnun talar í þessu samhengi um tíðarfar, afrán og sýkingar. „Í verndaráætlun... markmiðið að stofninn yrði 2 milljónir fugla, er algjörlega óraunhæft. Þessi friðunarár sýndu að viðkoman nær þessu ekki. Viðkomann er stærsti þátturinn; ef fuglinn nær ekki að skila nema fimm, sex ungum úr tólf eggjum... Þeir voru að skila átta til níu ungum fyrir þrjátíu árum. Það vantar mörg hundruð þúsund rjúpur í veiðistofninn að hausti.“
Rjúpa Skotveiði Umhverfismál Jól Tengdar fréttir Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Rjúpnaveiðitímabilið hófst á mánudaginn í skugga breyttra reglna en aðeins má veiða frá hádegi á þeim dögum sem veiðar eru heimilar. 3. nóvember 2021 09:26 Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Rjúpnaveiðar hefjast á mánudaginn en í gær ákvað Umhverfisráðherra nokkuð breytt snið á veiðunum. 29. október 2021 10:03 Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Rjúpnaveiðitímabilið hófst á mánudaginn í skugga breyttra reglna en aðeins má veiða frá hádegi á þeim dögum sem veiðar eru heimilar. 3. nóvember 2021 09:26
Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Rjúpnaveiðar hefjast á mánudaginn en í gær ákvað Umhverfisráðherra nokkuð breytt snið á veiðunum. 29. október 2021 10:03
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16
Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20
Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent