Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag.
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 var kynntur.

Fundurinn hófst klukkan 13:15 en útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni.

Þrír nýir leikmenn koma inn í hópinn frá síðasta landsliðsverkefni; Aron Elís Þrándarson, Arnór Ingvi Traustason og Ísak Óli Ólafsson.

Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Hjörtur Hermannsson gáfu ekki kost á.

Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest 11. nóvember og Norður-Makedóníu í Skopje þremur dögum síðar. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppninni.

Íslendingar eru með átta stig í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar. Þrátt fyrir það á Ísland enn tölfræðilega möguleika á að ná 2. sæti riðilsins sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×