Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2021 22:22 Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er formaður Oddafélagsins. Sigurjón Ólason Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um þau áform Oddafélagsins, sem lýst var á Oddahátíð í sumar, að reisa Sæmundarstofu. En hún á ekki aðeins að vera fyrir fræðimenn, þeir vilja að hún verði ferðamannasegull. Frá Odda á Rangárvöllum.Arnar Halldórsson „Að það sé viðskiptahlið á þessu líka. Þar eru örugglega möguleikar líka,“ segir Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins og sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Við höfum rætt það við ýmsa aðila, einkaaðila, um hvort þeir sjái tækifæri í þessu hér. Og það stendur ekki á svarinu þar. Það er bara já. Menningartengd ferðaþjónusta gæti verið einhverskonar hliðarafurð af þessu,“ segir Ágúst. En hafa ferðamenn áhuga á sögu Odda, Sæmundi fróða og Snorra Sturlusyni? Koma ferðamenn í Odda? Elína Hrund Kristjánsdóttir er sóknarprestur í Odda.Sigurjón Ólason „Já, koma mjög margir ferðamenn. Svo margir að við höfum þurft að setja upp skilti að það sé bannað að tjalda hérna,“ svarar Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, þegar við göngum upp á Gammabrekku, sem séra Matthías Jochumsson orti um þegar hann sat Odda. Markmið Oddafélagsins er að þar rísi menningar- og fræðasetur með stórri kirkju, sem jafnframt þjóni sem 400-500 manna tónleikasalur. „Hugmyndin er gömul. Þetta er ekkert ný hugmynd. Og þetta er eiginlega alltaf sama hugmyndin. Nú er bara komið að því að reyna að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Ágúst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Menning Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30 Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um þau áform Oddafélagsins, sem lýst var á Oddahátíð í sumar, að reisa Sæmundarstofu. En hún á ekki aðeins að vera fyrir fræðimenn, þeir vilja að hún verði ferðamannasegull. Frá Odda á Rangárvöllum.Arnar Halldórsson „Að það sé viðskiptahlið á þessu líka. Þar eru örugglega möguleikar líka,“ segir Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins og sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Við höfum rætt það við ýmsa aðila, einkaaðila, um hvort þeir sjái tækifæri í þessu hér. Og það stendur ekki á svarinu þar. Það er bara já. Menningartengd ferðaþjónusta gæti verið einhverskonar hliðarafurð af þessu,“ segir Ágúst. En hafa ferðamenn áhuga á sögu Odda, Sæmundi fróða og Snorra Sturlusyni? Koma ferðamenn í Odda? Elína Hrund Kristjánsdóttir er sóknarprestur í Odda.Sigurjón Ólason „Já, koma mjög margir ferðamenn. Svo margir að við höfum þurft að setja upp skilti að það sé bannað að tjalda hérna,“ svarar Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, þegar við göngum upp á Gammabrekku, sem séra Matthías Jochumsson orti um þegar hann sat Odda. Markmið Oddafélagsins er að þar rísi menningar- og fræðasetur með stórri kirkju, sem jafnframt þjóni sem 400-500 manna tónleikasalur. „Hugmyndin er gömul. Þetta er ekkert ný hugmynd. Og þetta er eiginlega alltaf sama hugmyndin. Nú er bara komið að því að reyna að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Ágúst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Menning Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30 Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21