Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 12:31 Róbert Gunnarsson var ánægður með frammistöðu Jóns Bjarna Ólafssonar gegn KA. Stöð 2 Sport Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik