Fjölmargir lagt leið sína í Þorlákshöfn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2021 14:25 Sandreyður er þriðja stærsta tegund reyðarhvalaættarinnar og getur orðið yfir tuttugu tonn að þyngd, segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Aðsend/Donatas Arlauskas Mikill fjöldi hefur lagt leið sína niður í fjöru við Þorlákshöfn í dag en hval rak þar á land í vikunni. Bæjarstjóri gleðst yfir áhuga fólks en reiknað er með því að farga hvalnum á þriðjudaginn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, segir að vel hafi gengið í dag. Þorlákshöfn skarti sínu fegursta í góða veðrinu. Elliði hvetur fólk til að nýta helgina enda sé keyrslan stutt fyrir fjölmarga. Á myndunum má sjá troðfull bílastæðin við fjöruna.Aðsend/Donatas Arlauskas „Þetta gengur mjög vel og virkilega gaman að sjá hvað fólk hefur mikinn áhuga á þessu enda ekki á hverjum degi sem hægt er að nálgast svona heillegan hval á aðgengilegan máta. Það var reyndar einhver sem að færðist kapp í kinn og fór á bíl í fjöruna. Eðli málsins samkvæmt festi hann sig þar en það var nú bara smávægilegt. Við erum með góða og lipra björgunarsveit sem fór og aðstoðaði,“ segir Elliði léttur í bragði. Til stendur að farga hvalnum á þriðjudaginn næstkomandi en óvíst er hvort hvalurinn verði dreginn á haf út eða hann verði urðaður í fjörunni. Kosturinn fyrrnefndi þykir þó vænlegri enda fjaran vinsælt útivistarsvæði. Bæði heimamenn og gestir fari þangað að ganga og aðrir stunda brimbrettaiðkun. Að neðan má sjá myndband af hvalrekanum sem Donatas Arlauskas tók í vikunni. DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS Ölfus Hvalir Dýr Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, segir að vel hafi gengið í dag. Þorlákshöfn skarti sínu fegursta í góða veðrinu. Elliði hvetur fólk til að nýta helgina enda sé keyrslan stutt fyrir fjölmarga. Á myndunum má sjá troðfull bílastæðin við fjöruna.Aðsend/Donatas Arlauskas „Þetta gengur mjög vel og virkilega gaman að sjá hvað fólk hefur mikinn áhuga á þessu enda ekki á hverjum degi sem hægt er að nálgast svona heillegan hval á aðgengilegan máta. Það var reyndar einhver sem að færðist kapp í kinn og fór á bíl í fjöruna. Eðli málsins samkvæmt festi hann sig þar en það var nú bara smávægilegt. Við erum með góða og lipra björgunarsveit sem fór og aðstoðaði,“ segir Elliði léttur í bragði. Til stendur að farga hvalnum á þriðjudaginn næstkomandi en óvíst er hvort hvalurinn verði dreginn á haf út eða hann verði urðaður í fjörunni. Kosturinn fyrrnefndi þykir þó vænlegri enda fjaran vinsælt útivistarsvæði. Bæði heimamenn og gestir fari þangað að ganga og aðrir stunda brimbrettaiðkun. Að neðan má sjá myndband af hvalrekanum sem Donatas Arlauskas tók í vikunni. DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS
Ölfus Hvalir Dýr Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum