Karlmaðurinn var hins vegar sýknaður í héraði af því að hafa slegið konuna með þeim afleiðingum að konan hlaut brot á fingri, opið sár á hné og á fingri. Ákæruvaldið felldi sig við þá sýknu.
Árásin átti sér stað í janúar 2017 eftir að parið þáverandi hafði verið úti að skemmta sér með vinnufélögum. Þegar heim var komið hafi hann hrint henni. Um leið hafi hún fundið fyrir verk í rassinum hægra megin. Hafi hún staðið upp og síðan fengið högg á sig.
Því er lýst þannig í læknisvottorði sérfræðings í slysa- og bráðalækningum að karlmaðurinn hafi sparkað fast í brjóstkassa hennar. Var fylgst með henni á bráðadeild í fjórtán klukkustundir.
Landsréttur horfði til trúverðugs framburðar konunnar sem fengi stoð í myndskeiðum og læknisvottorðs. Var karlmaðurinn sakfelldur fyrir að hafa sparkað í brjóstkassa konunnar og brotið í henni bringubein.
Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 900 þúsund krónur í miskabætur.