L’Equipe segir að gamli Liverpool maðurinn sé að upplifa klíkuskap og erfiða tíma hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 16:31 Georginio Wijnaldum byrjar alla leiki þessa dagana á bekknum hjá Paris Saint-Germain. Getty/ANP Sport Georginio Wijnaldum vildi ekki framlengja samning sinn við Liverpool og yfirgaf félagið í sumar og samdi við Paris Saint Germain. Tími hans í París hefur síðan verið langt frá því að vera dans á rósum. Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum. Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum.
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira