Skárri kostur en algjört bann sem hafi verið til umræðu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 11:28 Fjöldi fólks reiknar með rjúpum í matinn á aðfangadagskvöld. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiðimenn sýna hertum veiðireglum skilning þrátt fyrir að vilja hafa þær óbreyttar. Veiðibann er á meðal þeirra leiða sem skoðað var að fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“ Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“
Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16