Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 19:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/vilhelm Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. Með þessu vonast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, til þess að takmarka veiðina við 20 þúsund dýr í samræmi við ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar. Gert var ráð fyrir að um 30 þúsund dýr yrðu veidd á komandi veiðitímabili að óbreyttu. „Ég vona að þetta dugi til en get ekki sagt það með vissu,“ sagði Guðmundur í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og bætti við að ýmsar leiðir hafi verið skoðaðar til að bregðast við stöðunni. Þar á meðal að banna rjúpnaveiði alfarið í ár. „Þar sem veiðiþolið er talið vera 20 þúsund dýr þá fannst mér ég ekki geta farið þá leið því það væri þá eiginlega gegn vísindalegri ráðgjöf.“ Umhverfisráðherra átti fund með fulltrúum Skotveiðifélags Íslands í dag en skotveiðimenn óttuðust að stjórnvöld kæmu til með að kynna bann við veiðum í rjúpu í ár. Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir. Varpstofninn er metinn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Um er að ræða verulega fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði var þá 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Fréttin hefur verið uppfærð. Rjúpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotveiði Tengdar fréttir Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Með þessu vonast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, til þess að takmarka veiðina við 20 þúsund dýr í samræmi við ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar. Gert var ráð fyrir að um 30 þúsund dýr yrðu veidd á komandi veiðitímabili að óbreyttu. „Ég vona að þetta dugi til en get ekki sagt það með vissu,“ sagði Guðmundur í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og bætti við að ýmsar leiðir hafi verið skoðaðar til að bregðast við stöðunni. Þar á meðal að banna rjúpnaveiði alfarið í ár. „Þar sem veiðiþolið er talið vera 20 þúsund dýr þá fannst mér ég ekki geta farið þá leið því það væri þá eiginlega gegn vísindalegri ráðgjöf.“ Umhverfisráðherra átti fund með fulltrúum Skotveiðifélags Íslands í dag en skotveiðimenn óttuðust að stjórnvöld kæmu til með að kynna bann við veiðum í rjúpu í ár. Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir. Varpstofninn er metinn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Um er að ræða verulega fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði var þá 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rjúpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotveiði Tengdar fréttir Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20 Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann „Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“ 28. október 2021 06:20
Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. 26. október 2021 16:47