Forseti ASÍ segir markmið um kaupmáttaraukningu hafa náðst Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 12:41 Markmið lífskjarasamninganna svo kölluðu voru að auka kaupmátt, stytta vinnuvikuna og hækka lægstu laun umfram önnur laun með krónutöluhækkunum. Vísir/Vilhelm Áhrif af styttingu vinnuvikunnar eru mun meiri hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almennum vinnumarkaði samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Laun kvenna hafa hækkað meira á yfirstandandi samningstíma en karla. Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43