Aron Kristjánsson: Við vorum með gott forskot mest allan leikinn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. október 2021 20:12 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Haukar unnu góðan sjö marka sigur á Gróttu í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góða forystu bróðurpart leiksins og var Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að vonum sáttur með sigurinn. „Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“ Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sjá meira
„Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“
Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30