Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2021 21:31 Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Vísir/Sigurjón Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. Hótel Saga er í eigu Bændasamtakana og var tekið í notkun árið 1962. Hótelinu var lokað í nóvember í fyrra vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins og í september á þessu ári var það tekið til gjaldþrotaskipta. Bændasamtökin höfðu um árabil geymt málverkasafn sitt í kjallara hótelsins og í mars á þessu ári var ákveðið að taka til. „Það kemur í ljós að þarna eru 360 málverk sem kom mér mikið á óvart en þarna var líka mikið af alls kyns bókum og það var bókamarkaður í haust,“ segir Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Ákveðið hafi verið að selja verkin. „Þau voru þarna inn í skápum og geymslum engum til gagns þannig að það var ákveðið að bjóða þau upp og bændur höfðu forkaupsrétt og sýndu mikinn áhuga. Það seldust um 100 verk í forsölu,“ segir hann. Afgangurinn fer svo á uppboð hjá Gallerý Fold og fyrsta stóra uppboðið stendur nú yfir þar sem yfir sextíu grafík verk eru til sölu. Verkin héngu inn á herbergjum Hótel Sögu eða sölum en flest eru þau frá níunda áratugnum. „Þetta er rjóminn af grafíkinni sem að var gerð þá. Allir helstu grafíklistamenn landsins eiga verk hérna. Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir. Þetta eru virkilega fín verk eftir þau öll sömul og mikill fengur að fá þessi verk á markaðinn,“ segir Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold. Gallerý Fold verðmetur verkin fyrir uppboð og setur upp viðmiðunarverð. Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold.Vísir/Sigurjón „Það er allur gangur á hver verðin eru. Ég hugsa hins vegar að þessi verk fari á viðmiðunarverði þau eiga það skilið,“ segir hún. Uppboðið stendur til 27. október. Menning Reykjavík Myndlist Salan á Hótel Sögu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hótel Saga er í eigu Bændasamtakana og var tekið í notkun árið 1962. Hótelinu var lokað í nóvember í fyrra vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins og í september á þessu ári var það tekið til gjaldþrotaskipta. Bændasamtökin höfðu um árabil geymt málverkasafn sitt í kjallara hótelsins og í mars á þessu ári var ákveðið að taka til. „Það kemur í ljós að þarna eru 360 málverk sem kom mér mikið á óvart en þarna var líka mikið af alls kyns bókum og það var bókamarkaður í haust,“ segir Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Ákveðið hafi verið að selja verkin. „Þau voru þarna inn í skápum og geymslum engum til gagns þannig að það var ákveðið að bjóða þau upp og bændur höfðu forkaupsrétt og sýndu mikinn áhuga. Það seldust um 100 verk í forsölu,“ segir hann. Afgangurinn fer svo á uppboð hjá Gallerý Fold og fyrsta stóra uppboðið stendur nú yfir þar sem yfir sextíu grafík verk eru til sölu. Verkin héngu inn á herbergjum Hótel Sögu eða sölum en flest eru þau frá níunda áratugnum. „Þetta er rjóminn af grafíkinni sem að var gerð þá. Allir helstu grafíklistamenn landsins eiga verk hérna. Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir. Þetta eru virkilega fín verk eftir þau öll sömul og mikill fengur að fá þessi verk á markaðinn,“ segir Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold. Gallerý Fold verðmetur verkin fyrir uppboð og setur upp viðmiðunarverð. Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold.Vísir/Sigurjón „Það er allur gangur á hver verðin eru. Ég hugsa hins vegar að þessi verk fari á viðmiðunarverði þau eiga það skilið,“ segir hún. Uppboðið stendur til 27. október.
Menning Reykjavík Myndlist Salan á Hótel Sögu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent