Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2021 19:00 Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41
Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18