Mourinho eftir stórtapið í Noregi: Betra liðið með betri leikmenn vann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 13:31 José Mourinho horfir á leikmenn Bodø/Glimt fagna. getty/Fabio Rossi José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, sendi leikmönnum sínum tóninn eftir stórtapið fyrir Bodø/Glimt, 6-1, í Sambandsdeild Evrópu í gær. Hann sagði að lið Bodø/Glimt í leiknum í gær hefði einfaldlega verið betra en það sem hann tefldi fram. Mourinho stillti ekki upp sínu sterkasta liði í gær og kvartaði yfir því að varamennirnir í leikmannahópi Roma væru ekki nógu góðir. „Þetta voru mín mistök. Ég vildi hvíla leikmenn eftir leikinn gegn Juventus og fyrir leikinn gegn Napoli. Ég tók þessa ákvörðun og á endanum eru leikmennirnir þeirra betri en mínir leikmenn. Þeir eru með betra lið en við,“ sagði Mourinho. „Leikurinn þróaðist í þá átt að við misstum alla stjórn á tilfinningum og öllu. Sannleikurinn er sá að betra liðið með betri leikmenn vann. Þeir eru betri en við.“ Mourinho var ekki á því að hrósa liði Bodø/Glimt of mikið eftir leikinn. „Mér fannst ekki mikið til þeirra koma. Ég veit að þeir eru með gott lið. Við greindum þá með allri þeirri virðingu sem þeir áttu skilið. Ég vissi að þeir væru með gott lið,“ sagði Mourinho áður en hann skammaðist meira yfir varamönnunum í leikmannahópi Roma. „Að sjálfsögðu vildi ég sjá meira frá rulluspilurunum okkar. Það skiptir máli að tapa svona stórt. Ef ég hafði einhverjar efasemdir, og þær voru ekki miklar, þá erum við með gott lið en ekki góðan hóp. Í dag spiluðum við ekki með liðið heldur hópinn og okkur var refsað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem lið undir stjórn Mourinhos fær á sig sex mörk í leik. Þetta er jafnframt í aðeins annað sinn sem lið Mourinhos tapar með fimm marka mun. Það gerðist einnig 2010 þegar Real Madrid tapaði 5-0 fyrir Barcelona. Tottenham er í 2. sæti C-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir Bodø/Glimt. Liðin mætast aftur í Róm 4. nóvember.Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt í gær og lagði upp þriðja mark liðsins. Hann er á sínu öðru tímabili hjá liðinu. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Mourinho stillti ekki upp sínu sterkasta liði í gær og kvartaði yfir því að varamennirnir í leikmannahópi Roma væru ekki nógu góðir. „Þetta voru mín mistök. Ég vildi hvíla leikmenn eftir leikinn gegn Juventus og fyrir leikinn gegn Napoli. Ég tók þessa ákvörðun og á endanum eru leikmennirnir þeirra betri en mínir leikmenn. Þeir eru með betra lið en við,“ sagði Mourinho. „Leikurinn þróaðist í þá átt að við misstum alla stjórn á tilfinningum og öllu. Sannleikurinn er sá að betra liðið með betri leikmenn vann. Þeir eru betri en við.“ Mourinho var ekki á því að hrósa liði Bodø/Glimt of mikið eftir leikinn. „Mér fannst ekki mikið til þeirra koma. Ég veit að þeir eru með gott lið. Við greindum þá með allri þeirri virðingu sem þeir áttu skilið. Ég vissi að þeir væru með gott lið,“ sagði Mourinho áður en hann skammaðist meira yfir varamönnunum í leikmannahópi Roma. „Að sjálfsögðu vildi ég sjá meira frá rulluspilurunum okkar. Það skiptir máli að tapa svona stórt. Ef ég hafði einhverjar efasemdir, og þær voru ekki miklar, þá erum við með gott lið en ekki góðan hóp. Í dag spiluðum við ekki með liðið heldur hópinn og okkur var refsað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem lið undir stjórn Mourinhos fær á sig sex mörk í leik. Þetta er jafnframt í aðeins annað sinn sem lið Mourinhos tapar með fimm marka mun. Það gerðist einnig 2010 þegar Real Madrid tapaði 5-0 fyrir Barcelona. Tottenham er í 2. sæti C-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir Bodø/Glimt. Liðin mætast aftur í Róm 4. nóvember.Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt í gær og lagði upp þriðja mark liðsins. Hann er á sínu öðru tímabili hjá liðinu.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira