Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2021 10:43 Steinbergur Finnbogason lögmaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. Þetta segir Steinbergur eftir að dómur var kveðinn upp í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Shpetim var ákærður fyrir að aka Angjelin að Rauðagerði þar sem Angjelin skaut Armando níu sinnum, Claudia var ákærð fyrir að hafa látið Angjelin vita um ferðir Armando og Murat var ákærður fyrir að segja Claudiu hvaða bílum hún ætti að fylgjast með. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur gagnrýnt vinnubrögð lögreglu harðlega vegna rannsóknar málsins og segir dóminn styðja þá gagnrýni. „Mér sýnist þetta vera í anda þess sem vörnin var byggð upp á, að Angjelin hafi verið einn að verki. Og spyr mig um þá staðreynd að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt þetta stærstu rannsókn sem hún hefur ráðist í og menn hljóta að fara í verulega naflaskoðun á þeim bænum og skoða þennan dóm í kjölinn og skoða þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli,“ segir Steinbergur sem var viðstaddur uppkvaðningu dómsins. „Þarna var reitt töluvert hærra til höggs heldur en ástæða var til að því er virðist í öllum tilvikum,“ segir Steinbergur. Hvers vegna þarf lögreglan að fara í naflaskoðun? „Þessi rannsókn virtist ganga út á að þarna væri um samverknað að ræða og miklu púðri eytt í þáverandi umbjóðanda minn um að hann tengdist þessu með einhverjum hætti. Mér sýnist niðurstaðan vera sú að málið sér einfaldara en lögreglan teiknaði upp og þau leiktjöld sem sett voru upp, meðal annars á fréttamannafundi sem þau héldu, þar sem þau brutu á réttindum sakborninga og sviptu þá verjendum sínum og gengu að mörgu leyti mjög undarlega fram í þessu máli á öllum stigum að því er mér virðist,“ svarar Steinbergur. Hann undirbýr nú skaðabótamál fyrir hönd Antons. „Ég tek fram að ég hef ekki lesið dóminn en mér sýnist að útkoman sýna að málið var allt einfaldara en lögreglan gekk út frá. Ég held að það hafi ekki verið ofsögum sagt að þegar fréttamannafundur var haldinn að umbjóðandi þáverandi væri tengdur málinu þá hefði legið alveg fyrir að hann tengdist þessu ekki neitt,“ segir Steinbergur og bætir við að lokum: „Mér sýnist rannsókn lögreglu vera eitthvað það mesta klúður sem ég hef séð hingað til.“ Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þetta segir Steinbergur eftir að dómur var kveðinn upp í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Shpetim var ákærður fyrir að aka Angjelin að Rauðagerði þar sem Angjelin skaut Armando níu sinnum, Claudia var ákærð fyrir að hafa látið Angjelin vita um ferðir Armando og Murat var ákærður fyrir að segja Claudiu hvaða bílum hún ætti að fylgjast með. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur gagnrýnt vinnubrögð lögreglu harðlega vegna rannsóknar málsins og segir dóminn styðja þá gagnrýni. „Mér sýnist þetta vera í anda þess sem vörnin var byggð upp á, að Angjelin hafi verið einn að verki. Og spyr mig um þá staðreynd að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt þetta stærstu rannsókn sem hún hefur ráðist í og menn hljóta að fara í verulega naflaskoðun á þeim bænum og skoða þennan dóm í kjölinn og skoða þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli,“ segir Steinbergur sem var viðstaddur uppkvaðningu dómsins. „Þarna var reitt töluvert hærra til höggs heldur en ástæða var til að því er virðist í öllum tilvikum,“ segir Steinbergur. Hvers vegna þarf lögreglan að fara í naflaskoðun? „Þessi rannsókn virtist ganga út á að þarna væri um samverknað að ræða og miklu púðri eytt í þáverandi umbjóðanda minn um að hann tengdist þessu með einhverjum hætti. Mér sýnist niðurstaðan vera sú að málið sér einfaldara en lögreglan teiknaði upp og þau leiktjöld sem sett voru upp, meðal annars á fréttamannafundi sem þau héldu, þar sem þau brutu á réttindum sakborninga og sviptu þá verjendum sínum og gengu að mörgu leyti mjög undarlega fram í þessu máli á öllum stigum að því er mér virðist,“ svarar Steinbergur. Hann undirbýr nú skaðabótamál fyrir hönd Antons. „Ég tek fram að ég hef ekki lesið dóminn en mér sýnist að útkoman sýna að málið var allt einfaldara en lögreglan gekk út frá. Ég held að það hafi ekki verið ofsögum sagt að þegar fréttamannafundur var haldinn að umbjóðandi þáverandi væri tengdur málinu þá hefði legið alveg fyrir að hann tengdist þessu ekki neitt,“ segir Steinbergur og bætir við að lokum: „Mér sýnist rannsókn lögreglu vera eitthvað það mesta klúður sem ég hef séð hingað til.“
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“