Ole: Þeir sem eru að gagnrýna Ronaldo ættu bara að horfa á þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 10:30 Ole Gunnar Solskjaer fagnar Cristiano Ronaldo efir leikinn á Old Trafford í gær. AP/Dave Thompson Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn í Meistaradeildinni í gær að Cristiano Ronaldo hafi þar sýnt og sannað að gagnrýnendur hans séu á villigötum. Í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð þá skoraði Cristiano Ronaldo sigurmark Manchester liðsins í lokin en hann hefur skorað í fyrstu þremur leikjum United liðsins í keppninni í ár. Who else? @Cristiano#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 20, 2021 Sigurmarkið á móti Atalanta í gærkvöldi skoraði Ronaldo með frábærum skalla á 81. mínútu og kórónaði með því endurkomu liðsins. United menn voru 2-0 undir í hálfleik en skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum. „Cristiano er frábær fyrir framan markið. Ef einhver vill gagnrýna hann fyrir vinnusemi og að hann leggi sig ekki fram þá ætti sá hinn sami bara að horfa á þennan leik. Sjáið hvernig hann hljóp í kvöld,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég var mjög ánægður með það hvernig hann leiddi línuna. Við báðum hann um að hlaupa upp kantana, detta meira til baka og pressa meira af því að við vorum á heimavelli,“ sagði Solskjær. Yes! The Theater Of Dreams is on fire! We are alive! We are Man. United and we never give up! This is Old Trafford! pic.twitter.com/3rsmOBpS8H— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 20, 2021 „Hann var meira að segja kominn aftur í eigin markteig undir lokin til að komast fyrir skot þeirra og til að verjast en við fengum heldur betur að sjá hann spretta úr spori í kvöld,“ sagði Solskjær. „Hann gerði allt sem framherji getur gert, leiddi línuna, varðist og svo auðvitað var markið dæmi um það sem hann gerir betur en flestir,“ sagði Solskjær. Ronaldo er nú kominn með sex mörk í átta leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. "They never stopped believing, they kept on going.""Don't disrespect the players, they play for Man Utd."A passionate Ole Gunnar Solskjaer praised his players after yet another #UCL comeback at Old Trafford. @TheDesKelly pic.twitter.com/aF4PFY2ZAG— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 20, 2021 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð þá skoraði Cristiano Ronaldo sigurmark Manchester liðsins í lokin en hann hefur skorað í fyrstu þremur leikjum United liðsins í keppninni í ár. Who else? @Cristiano#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 20, 2021 Sigurmarkið á móti Atalanta í gærkvöldi skoraði Ronaldo með frábærum skalla á 81. mínútu og kórónaði með því endurkomu liðsins. United menn voru 2-0 undir í hálfleik en skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum. „Cristiano er frábær fyrir framan markið. Ef einhver vill gagnrýna hann fyrir vinnusemi og að hann leggi sig ekki fram þá ætti sá hinn sami bara að horfa á þennan leik. Sjáið hvernig hann hljóp í kvöld,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég var mjög ánægður með það hvernig hann leiddi línuna. Við báðum hann um að hlaupa upp kantana, detta meira til baka og pressa meira af því að við vorum á heimavelli,“ sagði Solskjær. Yes! The Theater Of Dreams is on fire! We are alive! We are Man. United and we never give up! This is Old Trafford! pic.twitter.com/3rsmOBpS8H— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 20, 2021 „Hann var meira að segja kominn aftur í eigin markteig undir lokin til að komast fyrir skot þeirra og til að verjast en við fengum heldur betur að sjá hann spretta úr spori í kvöld,“ sagði Solskjær. „Hann gerði allt sem framherji getur gert, leiddi línuna, varðist og svo auðvitað var markið dæmi um það sem hann gerir betur en flestir,“ sagði Solskjær. Ronaldo er nú kominn með sex mörk í átta leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. "They never stopped believing, they kept on going.""Don't disrespect the players, they play for Man Utd."A passionate Ole Gunnar Solskjaer praised his players after yet another #UCL comeback at Old Trafford. @TheDesKelly pic.twitter.com/aF4PFY2ZAG— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 20, 2021
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira