Reiknar með að Lukaku og Werner verði frá í allavega nokkra daga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 23:01 Tuchel og Lukaku eftir að síðarnefndi þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Marc Atkins/Getty Images Romelu Lukaku og Timo Werner fóru báðir meiddir af velli í 4-0 sigri Chelsea á Malmö í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þjálfari Chelsea telur að framherjarnir verði báðir frá í nokkra daga hið minnsta. „Við vildum þrjú stig og við vildum að þau yrði verðskulduð. Við náðum báðum markmiðum. Við spiluðum af miklum ákafa, við ætlumst til þess og svið spiluðum frábærlega þangað til staðan var orðin 4-0. Við erum mjög ángæðir,“ sagði Thomas Tuchel um sigur Chelsea í kvöld. „Romelu (Lukaku) sneri upp á ökklann á sér á meðan um er að ræða vöðvameiðsli hjá Timo (Werner). Ég reikna því með að þeir verði frá næstu dagana,“ sagði Tuchel um meiðsli framherja sinna. „Vanalega erum við í góðum málum varðandi meiðslalistann. Fyrir leik kvöldsins var Christian Pulisic sá eini sem var frá vegna meiðsla en við söknum allra þeirra leikmanna sem meiðast. Við erum að spila fjölda leikja í mörgum keppnum svo nú þurfum við að finna lausnir en ekki afsakanir.“ „Þeir tveir voru í góðu formi, eru hættulegir, geta bæði skapað og skorað mörk. Nú þurfum við að finna lausnir og þeir sem hafa beðið eftir tækifærum sínum þurfa að stíga upp og skora. Titilbaráttan er opin og þeir sem munu byrja gegn Norwich City um helgina hafa allt mitt traust.“ „Við höfum unnið leiki áður án Werner og Lukaku. Við viljum ekki þurfa að glíma við svona vandamál en þau gerast,“ sagði Tuchel að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
„Við vildum þrjú stig og við vildum að þau yrði verðskulduð. Við náðum báðum markmiðum. Við spiluðum af miklum ákafa, við ætlumst til þess og svið spiluðum frábærlega þangað til staðan var orðin 4-0. Við erum mjög ángæðir,“ sagði Thomas Tuchel um sigur Chelsea í kvöld. „Romelu (Lukaku) sneri upp á ökklann á sér á meðan um er að ræða vöðvameiðsli hjá Timo (Werner). Ég reikna því með að þeir verði frá næstu dagana,“ sagði Tuchel um meiðsli framherja sinna. „Vanalega erum við í góðum málum varðandi meiðslalistann. Fyrir leik kvöldsins var Christian Pulisic sá eini sem var frá vegna meiðsla en við söknum allra þeirra leikmanna sem meiðast. Við erum að spila fjölda leikja í mörgum keppnum svo nú þurfum við að finna lausnir en ekki afsakanir.“ „Þeir tveir voru í góðu formi, eru hættulegir, geta bæði skapað og skorað mörk. Nú þurfum við að finna lausnir og þeir sem hafa beðið eftir tækifærum sínum þurfa að stíga upp og skora. Titilbaráttan er opin og þeir sem munu byrja gegn Norwich City um helgina hafa allt mitt traust.“ „Við höfum unnið leiki áður án Werner og Lukaku. Við viljum ekki þurfa að glíma við svona vandamál en þau gerast,“ sagði Tuchel að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira