Hrósaði söngfuglunum í stúkunni og sagði leikmenn sína þá heppnustu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 21:46 Solskjær var sáttur með sína menn en segir þá verða að hætta að gefa mörk. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United var hátt uppi er hann mætti í viðtal eftir magnaðan endurkomu sigur Man United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. „Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
„Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira