„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 18:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur. Síminn hefur gert samkomulag við franska sjóðastýringafyrirtækið Ardian France SA um mögulega sölu á dótturfélaginu Mílu sem sér um innviði fjarskipta á landsvísu. Viðræðurnar hafa verið ræddar í þjóðaröryggisráði en forsætisráðherra hefur falið samgönguráðherra að tryggja að ákveðnum skilyrðum verði mætt við söluna svo hún ógni ekki þjóðaröryggi. Hvaða skilyrði það eru liggja ekki fyrir og vill formaður Viðreisnar svör við því. „Við þurfum einfaldlega að fara yfir það hvort þjóðaöryggisráð hafi ekki örugglega tryggt það að almannahagsmunir séu varðir, bæði flutningur á upplýsingum almennings og hins opinbera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Samgönguráðherra segir aðeins um óvirka hluti að ræða við söluna en Þorgerður vill meina að þarna séu endastöðvar, bylgjulengdarkerfi, IP-NET og hluti GSM-netsins undir. Þegar ratsjárkerfið var sett upp árið 1992 hafi verið sett skilyrði að virkir hlutirnir væru framleiddir af NATÓ-þjóðum, annars ættu óvinveittar þjóðir greiðan aðgang að upplýsingum Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að fólk er með áhyggjur af því að það sé hægt að opna bakdyramegin fyrir upplýsingar. Það er það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á, að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.“ Formaður Miðflokksins vill að komið verði í veg fyrir söluna en Þorgerður Katrín segir mikilvægt að tryggja að upplýsingar rati ekki í rangar hendur. „Þetta ferli er búið að vera í næstum því 2 ár. Hvað hefur þjóðaöryggisráð verið að gera allan þann tíma, ég spyr mig.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Síminn hefur gert samkomulag við franska sjóðastýringafyrirtækið Ardian France SA um mögulega sölu á dótturfélaginu Mílu sem sér um innviði fjarskipta á landsvísu. Viðræðurnar hafa verið ræddar í þjóðaröryggisráði en forsætisráðherra hefur falið samgönguráðherra að tryggja að ákveðnum skilyrðum verði mætt við söluna svo hún ógni ekki þjóðaröryggi. Hvaða skilyrði það eru liggja ekki fyrir og vill formaður Viðreisnar svör við því. „Við þurfum einfaldlega að fara yfir það hvort þjóðaöryggisráð hafi ekki örugglega tryggt það að almannahagsmunir séu varðir, bæði flutningur á upplýsingum almennings og hins opinbera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Samgönguráðherra segir aðeins um óvirka hluti að ræða við söluna en Þorgerður vill meina að þarna séu endastöðvar, bylgjulengdarkerfi, IP-NET og hluti GSM-netsins undir. Þegar ratsjárkerfið var sett upp árið 1992 hafi verið sett skilyrði að virkir hlutirnir væru framleiddir af NATÓ-þjóðum, annars ættu óvinveittar þjóðir greiðan aðgang að upplýsingum Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að fólk er með áhyggjur af því að það sé hægt að opna bakdyramegin fyrir upplýsingar. Það er það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á, að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.“ Formaður Miðflokksins vill að komið verði í veg fyrir söluna en Þorgerður Katrín segir mikilvægt að tryggja að upplýsingar rati ekki í rangar hendur. „Þetta ferli er búið að vera í næstum því 2 ár. Hvað hefur þjóðaöryggisráð verið að gera allan þann tíma, ég spyr mig.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01
Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39