Ótrúleg fjölgun hnúðlaxa er hulin ráðgáta Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. október 2021 13:34 Jaakko Erkinaro var staddur á málþingi um Norðuratlantshafslaxinn í síðasta mánuði. vísir/óttar Finnskur rannsóknarprófessor segir enga leið að spá fyrir um afleiðingar hinnar gríðarlegu aukningar í stofni hnúðlaxa í Norður Atlantshafinu. Hún gæti orðið drastísk ef vöxtur stofnsins heldur áfram á sömu braut og hann hefur verið á en hann virðist hafa tífaldast milli ára. Rússar fluttu fyrst hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960. „Það gerðist svo fyrirvaralaust árið 2017 að þeir voru komnir út um allt Norður Atlantshaf. Síðan í ár var algjör sprenging í stofninum og við erum að sjá sturlaðar tölur,“ segir Jaakko Erkinaro, rannsóknarprófessor hjá Luke, náttúrulífsrannsóknarstofnunar Finnlands, í samtali við Vísi. Jaakko var staddur hér á landi í lok síðasta mánaðar sem gestur málþings á vegum verkefnis auðkýfingsins Jim Ratcliffe, Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Hann settist niður með okkur eftir málþingið til að ræða hnúðlaxinn, sem er vísindamönnum um allt Norður Atlantshafssvæðið nokkur ráðgáta. Hnúðlax sem veiddist í Sandá í ár.aðsend Kannski hlýnun sjávar að kenna „Við vitum í raun ekkert hvað gerðist en það eru nokkrar tilgátur um þetta. Sú augljósasta er auðvitað hlýnun jarðar. Kannski hafa skilyrðin í hafinu rétt svo farið yfir einhvern þröskuld sem bætir lífslíkur hrognanna. Þeim gekk kannski ekki vel að lifa af síðustu áratugi en eftir þessa örlitlu hlýnun sjávar hafi þeim vegnað betur og séu nú bara búin að dreifa sér út um allt,“ segir Jaakko. Aukningin hefur sést vel á Íslandi en eins og Vísir greindi frá um miðjan síðasta mánuð er gert ráð fyrir að hér hafi fundist yfir þúsund hnúðlaxar samanborið við 232 árið 2019 og 54 árið 2017. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Og staðan er eins í hinum löndunum í Norður Atlantshafinu; Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð og sérstaklega nyrst við landamæri Noregs og Finnlands þar sem Jaakko stundar rannsóknir sínar. „Þetta sem gerðist í ár er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður. Þetta var tíföldun á mörgum stöðum, til dæmis í ánni sem við erum að rannsaka. Og nú er spurningin – hvað gerist árið 2023? Verður aftur tíföldun eða hefur þetta náð hámarki? Við höfum enga hugmynd, þetta er allt glænýtt fyrir okkur,“ segir hann. Áhrif á lífríkið alveg óljós Ein stærsta spurningin sem á eftir að svara er hvaða áhrif hnúðlaxinn hefur á Atlantshafslaxinn og lífríki ánna í heild sinni. „Þetta mun mjög líklega hafa einhver áhrif. Þetta snýst í raun allt um jafnvægið og stærðarskalann sem við erum að tala um,“ segir Jaakko og á þá við að áhrifin verði væntanlega mest á litlar ár. „Hugsaðu þér litla á þar sem eru kannski eitt til þrjú þúsund atlantshafslaxar. Ímyndaðu þér svo að það komi 20 þúsund hnúðlaxar í þá á. Það er það sem er að gerast. Þeir eru að fara í sumar af þessum litlu ám í gríðarlegu magni,“ segir hann. „Og þá er þetta ekki síst spurning um pláss í ánum. Við vitum ekki enn hvernig Atlantshafslaxinn tekur í hnúðlaxinn eða hvernig plássið er í hyljunum í þessum litlu ám. Hnúðlaxinn er til dæmis mjög agressíf tegund sem ræðst á allt þegar hann er að verja hrygningarstaði sína.“ Hann nefnir einnig annan vanda sem mun fylgja hnúðlaxinum: hann drepst í ánum þegar hann er búinn að hrygna en fer ekki aftur út í sjó eins og Atlantshafslaxinn. „Og hann rotnar í ánum. Við erum að sjá það víða að það eru fullir hylir og bakkar af dauðum hnúðlöxum og það má í raun segja að þetta geti verið mengun fyrir sumar ár því þetta breytir alveg efnasamsetningunni í þeim. Við vitum ekkert hvaða áhrif það hefur á allt lífríkið í og í kring um árnar.“ Lax Umhverfismál Dýr Finnland Norðurslóðir Stangveiði Tengdar fréttir Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Sífellt fleiri fréttir eru að berast af hnúðlaxi í ánum á landinu og er svo komið að það þykir ekki lengur frétt að sjá eða veiða þessa laxa. 14. ágúst 2021 09:35 Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Rússar fluttu fyrst hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960. „Það gerðist svo fyrirvaralaust árið 2017 að þeir voru komnir út um allt Norður Atlantshaf. Síðan í ár var algjör sprenging í stofninum og við erum að sjá sturlaðar tölur,“ segir Jaakko Erkinaro, rannsóknarprófessor hjá Luke, náttúrulífsrannsóknarstofnunar Finnlands, í samtali við Vísi. Jaakko var staddur hér á landi í lok síðasta mánaðar sem gestur málþings á vegum verkefnis auðkýfingsins Jim Ratcliffe, Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Hann settist niður með okkur eftir málþingið til að ræða hnúðlaxinn, sem er vísindamönnum um allt Norður Atlantshafssvæðið nokkur ráðgáta. Hnúðlax sem veiddist í Sandá í ár.aðsend Kannski hlýnun sjávar að kenna „Við vitum í raun ekkert hvað gerðist en það eru nokkrar tilgátur um þetta. Sú augljósasta er auðvitað hlýnun jarðar. Kannski hafa skilyrðin í hafinu rétt svo farið yfir einhvern þröskuld sem bætir lífslíkur hrognanna. Þeim gekk kannski ekki vel að lifa af síðustu áratugi en eftir þessa örlitlu hlýnun sjávar hafi þeim vegnað betur og séu nú bara búin að dreifa sér út um allt,“ segir Jaakko. Aukningin hefur sést vel á Íslandi en eins og Vísir greindi frá um miðjan síðasta mánuð er gert ráð fyrir að hér hafi fundist yfir þúsund hnúðlaxar samanborið við 232 árið 2019 og 54 árið 2017. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Og staðan er eins í hinum löndunum í Norður Atlantshafinu; Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð og sérstaklega nyrst við landamæri Noregs og Finnlands þar sem Jaakko stundar rannsóknir sínar. „Þetta sem gerðist í ár er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður. Þetta var tíföldun á mörgum stöðum, til dæmis í ánni sem við erum að rannsaka. Og nú er spurningin – hvað gerist árið 2023? Verður aftur tíföldun eða hefur þetta náð hámarki? Við höfum enga hugmynd, þetta er allt glænýtt fyrir okkur,“ segir hann. Áhrif á lífríkið alveg óljós Ein stærsta spurningin sem á eftir að svara er hvaða áhrif hnúðlaxinn hefur á Atlantshafslaxinn og lífríki ánna í heild sinni. „Þetta mun mjög líklega hafa einhver áhrif. Þetta snýst í raun allt um jafnvægið og stærðarskalann sem við erum að tala um,“ segir Jaakko og á þá við að áhrifin verði væntanlega mest á litlar ár. „Hugsaðu þér litla á þar sem eru kannski eitt til þrjú þúsund atlantshafslaxar. Ímyndaðu þér svo að það komi 20 þúsund hnúðlaxar í þá á. Það er það sem er að gerast. Þeir eru að fara í sumar af þessum litlu ám í gríðarlegu magni,“ segir hann. „Og þá er þetta ekki síst spurning um pláss í ánum. Við vitum ekki enn hvernig Atlantshafslaxinn tekur í hnúðlaxinn eða hvernig plássið er í hyljunum í þessum litlu ám. Hnúðlaxinn er til dæmis mjög agressíf tegund sem ræðst á allt þegar hann er að verja hrygningarstaði sína.“ Hann nefnir einnig annan vanda sem mun fylgja hnúðlaxinum: hann drepst í ánum þegar hann er búinn að hrygna en fer ekki aftur út í sjó eins og Atlantshafslaxinn. „Og hann rotnar í ánum. Við erum að sjá það víða að það eru fullir hylir og bakkar af dauðum hnúðlöxum og það má í raun segja að þetta geti verið mengun fyrir sumar ár því þetta breytir alveg efnasamsetningunni í þeim. Við vitum ekkert hvaða áhrif það hefur á allt lífríkið í og í kring um árnar.“
Lax Umhverfismál Dýr Finnland Norðurslóðir Stangveiði Tengdar fréttir Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Sífellt fleiri fréttir eru að berast af hnúðlaxi í ánum á landinu og er svo komið að það þykir ekki lengur frétt að sjá eða veiða þessa laxa. 14. ágúst 2021 09:35 Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Sífellt fleiri fréttir eru að berast af hnúðlaxi í ánum á landinu og er svo komið að það þykir ekki lengur frétt að sjá eða veiða þessa laxa. 14. ágúst 2021 09:35
Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16