Þurfa „aðeins“ að glíma við Messi og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2021 07:01 Neymar verður ekki með í kvöld. EPA-EFE/YOAN VALAT París Saint-Germain verður án Brasilíumannsins Neymar er liðið fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sá sem sér um samfélagsmiðla Leipzig-liðsins hefur grínast með að liðið þurfi þá „aðeins“ að glíma við Lionel Messi og Kylian Mbappé. Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Annað árið í röð drógust PSG og Leipzig saman í riðil, að þessu sinni í A-riðil ásamt Club Brugge og Manchester City. Fyrir leiki kvöldsins eru PSG og Club Brugge með fjögur stig, Manchester City er með þrjú á meðan Leipzig er enn án stiga. Góðu fréttirnar fyrir þýska félagið er að PSG verður án stórstjörnunnar Neymars í kvöld en hann meiddist í leik með brasilíska landsliðsinu á dögunum. Slæmu fréttirnar eru þær að PSG er með lið stútfullt af hágæða leikmönnum. „Svo við þurfum aðeins *skoðar glósur* að glíma við Messi og Mbappé,“ segir í Twitter-færslu Leipzig. So just *checks notes* Messi and Mbappe to deal with then... https://t.co/sOYKo61uNZ— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) October 18, 2021 Það er þó ekki eins og þessir þrír séu einu hágæða leikmennirnir í mögnuðu liði PSG. Þar má einnig finna Evrópumeistarana Gianluigi Donnarumma og Marco Veratti. Marquinhos og fyrirliðinn Presnel Kimpembe mynda öflugt miðvarðarpar í fjarveru spænska reynsluboltans Sergio Ramos. Þá geysist Achraf Hakimi upp og niður völlinn úr hægri bakverðinum á meðan spænski bolabíturinn Ander Herrera ver miðsvæðið svo leikmenn á borð við Messi og Mbappé geti leikið listir sínar. Leikur PSG og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 19.00. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15 og þá verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Annað árið í röð drógust PSG og Leipzig saman í riðil, að þessu sinni í A-riðil ásamt Club Brugge og Manchester City. Fyrir leiki kvöldsins eru PSG og Club Brugge með fjögur stig, Manchester City er með þrjú á meðan Leipzig er enn án stiga. Góðu fréttirnar fyrir þýska félagið er að PSG verður án stórstjörnunnar Neymars í kvöld en hann meiddist í leik með brasilíska landsliðsinu á dögunum. Slæmu fréttirnar eru þær að PSG er með lið stútfullt af hágæða leikmönnum. „Svo við þurfum aðeins *skoðar glósur* að glíma við Messi og Mbappé,“ segir í Twitter-færslu Leipzig. So just *checks notes* Messi and Mbappe to deal with then... https://t.co/sOYKo61uNZ— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) October 18, 2021 Það er þó ekki eins og þessir þrír séu einu hágæða leikmennirnir í mögnuðu liði PSG. Þar má einnig finna Evrópumeistarana Gianluigi Donnarumma og Marco Veratti. Marquinhos og fyrirliðinn Presnel Kimpembe mynda öflugt miðvarðarpar í fjarveru spænska reynsluboltans Sergio Ramos. Þá geysist Achraf Hakimi upp og niður völlinn úr hægri bakverðinum á meðan spænski bolabíturinn Ander Herrera ver miðsvæðið svo leikmenn á borð við Messi og Mbappé geti leikið listir sínar. Leikur PSG og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 19.00. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15 og þá verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira