Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2021 14:32 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svarar kröfu Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um tafarlausa uppbyggingu húsnæðis í borginni. vísir Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“ Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira