Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Snorri Másson skrifar 18. október 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði sjálfur til allsherjarafléttingu í lok júní. Þar fór sem fór. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. Gildandi takmarkanir renna út á miðvikudaginn, þannig að heilbrigðisráðherra hefur frest sem því nemur til að taka ákvörðun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Og hvað myndi hann gera ef hann mætti ráða? „Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu forsendur núna til tilslakana og Landspítalinn hefur líka gefið það út. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera tilbúin til að bregðast við því,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu. Sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 en ekki öðru Eftir sem áður vill sóttvarnalæknir að takmarkanir taki mið af getu Landspítalans. Það vakti misjöfn viðbrögð þegar Þórólfur sagði í viðtali á dögunum að í ljósi RS-veiru og inflúensu kynni að vera varasamt að ráðast í miklar tilslakanir. Þar segir Þórólfur að menn séu að blanda saman ólíkum hlutum: „Ég var bara að benda á það að þessar tvær veirusýkingar, sem koma á hverju ári, gætu valdið auknu álagi á spítalana. Meira álagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Covid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög óábyrgt ef stjórnvöld vilja ekki skoða þann möguleika og skoða þetta í þessu ljósi. Ég er ekki að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn RS og inflúensu, ég er að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 og það þol sem spítalinn hefur þegar þessar tvær veirur eru að ganga.“ Þórólfur er almennt búinn að standa sig vel. Að tala fyrir áframhaldandi sóttvörnum út af inflúensu og rs veiru er hinsvegar svolítið að teygja covid sóttvarnirnar sem við viljum öll taka þátt í. Það mun bara draga úr vilja þjóðarinnar til að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 13, 2021 Þetta tweet á enn við https://t.co/Jbw6CC5eKc pic.twitter.com/Q9zMzkgu5k— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 13, 2021 Það var Þórólfur sem lagði það til í lok júní að aflétta öllum takmörkunum en það var skammvinn skemmtun enda fór af stað stærsta bylgja hingað til í kjölfarið. Samkomutakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí. „Það gafst ekki vel og við sjáum líka hvað er að gerast á Norðurlöndunum. Þar gengur nokkuð vel en það er ekki komin löng reynsla á það. Það er aukning á tilfellum í Danmörku en hvað það stendur lengi og hve alvarlegt það verður á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Gildandi takmarkanir renna út á miðvikudaginn, þannig að heilbrigðisráðherra hefur frest sem því nemur til að taka ákvörðun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Og hvað myndi hann gera ef hann mætti ráða? „Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu forsendur núna til tilslakana og Landspítalinn hefur líka gefið það út. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera tilbúin til að bregðast við því,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu. Sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 en ekki öðru Eftir sem áður vill sóttvarnalæknir að takmarkanir taki mið af getu Landspítalans. Það vakti misjöfn viðbrögð þegar Þórólfur sagði í viðtali á dögunum að í ljósi RS-veiru og inflúensu kynni að vera varasamt að ráðast í miklar tilslakanir. Þar segir Þórólfur að menn séu að blanda saman ólíkum hlutum: „Ég var bara að benda á það að þessar tvær veirusýkingar, sem koma á hverju ári, gætu valdið auknu álagi á spítalana. Meira álagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Covid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög óábyrgt ef stjórnvöld vilja ekki skoða þann möguleika og skoða þetta í þessu ljósi. Ég er ekki að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn RS og inflúensu, ég er að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 og það þol sem spítalinn hefur þegar þessar tvær veirur eru að ganga.“ Þórólfur er almennt búinn að standa sig vel. Að tala fyrir áframhaldandi sóttvörnum út af inflúensu og rs veiru er hinsvegar svolítið að teygja covid sóttvarnirnar sem við viljum öll taka þátt í. Það mun bara draga úr vilja þjóðarinnar til að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 13, 2021 Þetta tweet á enn við https://t.co/Jbw6CC5eKc pic.twitter.com/Q9zMzkgu5k— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 13, 2021 Það var Þórólfur sem lagði það til í lok júní að aflétta öllum takmörkunum en það var skammvinn skemmtun enda fór af stað stærsta bylgja hingað til í kjölfarið. Samkomutakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí. „Það gafst ekki vel og við sjáum líka hvað er að gerast á Norðurlöndunum. Þar gengur nokkuð vel en það er ekki komin löng reynsla á það. Það er aukning á tilfellum í Danmörku en hvað það stendur lengi og hve alvarlegt það verður á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14
Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38