Tálknfirðingar skoða sameiningarvalkosti Þorgils Jónsson skrifar 15. október 2021 19:08 Íbúar Tálknafjarðar funda um sameiningarmál í næstu viku. Vísir/Vilhelm Íbúafundur verður haldinn á Tálknafirði í næstu viku þar sem fjallað verður um möguleika í sameiningarmálum við önnur sveitarfélög. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir að sveitarstjórn hafi ákveðið fyrr á árinu að ráðast í svokallaða valkostagreiningu á sameiningakostum og leitaði til RR ráðgjafar í þeirri vinnu. „Þetta gengur út á að greina stöðu sveitarfélagsins og sjá hvort sameining komi til greina og hverjir séu kostirnir við það. Samt verða það alltaf íbúar sem munu koma til með að taka loka ákvörðunina.“ Íbúafundurinn, sem verður á þriðjudaginn, verði eins konar vinnustofa til að varpa ljósi á skoðanir og álit íbúa á þessum málum. Tálknafjarðarhreppur hafnaði árið 1994 tillögu um sameiningu við þau sveitarfélög sem nú mynda Vesturbyggð. Ólafur segir aðstæður hafa breyst mikið síðan þá. „Verkefni sveitarfélaga eru að verða stærri og flóknari og tilvera smærri sveitarfélaga að verða erfiðari eftir því sem á líður.“ 260 íbúar bjuggu á Tálknafirði um mitt ár, en lög sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa "Í ljósi þess verðum við að fara að skoða þessa hluti. Okkur ber skilda til að annað hvort hefja sameiningarviðræður á næsta kjörtímabili, eða færa rök fyrir því að þau geti staðið undir skyldum sínum.“ Ólafur segir skiptar skoðanir um málið meðal íbúa Tálknafjarðar. Jafnvel sé rætt um að skoða fleiri kosti. Tálknafjörður á nú í miklu samstarfi við Vesturbyggð í mörgum málaflokkum, til dæmis reka sveitarfélögin sameiginlega félagsþjónustu og fleira. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar komi fyrir sveitarstjórn í desember og í þá verði tekin ákvörðun um næstu skref. Sveitarstjórnarkosningar verða í vor, en Ólafur telur ólíklegt að kosið verði um sameiningu meðfram því. Til þess sé tíminn frekar tæpur. „En það mætti nota kosningarnar, til dæmis til að leggja fram skoðanakönnun um málið.“ Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir að sveitarstjórn hafi ákveðið fyrr á árinu að ráðast í svokallaða valkostagreiningu á sameiningakostum og leitaði til RR ráðgjafar í þeirri vinnu. „Þetta gengur út á að greina stöðu sveitarfélagsins og sjá hvort sameining komi til greina og hverjir séu kostirnir við það. Samt verða það alltaf íbúar sem munu koma til með að taka loka ákvörðunina.“ Íbúafundurinn, sem verður á þriðjudaginn, verði eins konar vinnustofa til að varpa ljósi á skoðanir og álit íbúa á þessum málum. Tálknafjarðarhreppur hafnaði árið 1994 tillögu um sameiningu við þau sveitarfélög sem nú mynda Vesturbyggð. Ólafur segir aðstæður hafa breyst mikið síðan þá. „Verkefni sveitarfélaga eru að verða stærri og flóknari og tilvera smærri sveitarfélaga að verða erfiðari eftir því sem á líður.“ 260 íbúar bjuggu á Tálknafirði um mitt ár, en lög sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa "Í ljósi þess verðum við að fara að skoða þessa hluti. Okkur ber skilda til að annað hvort hefja sameiningarviðræður á næsta kjörtímabili, eða færa rök fyrir því að þau geti staðið undir skyldum sínum.“ Ólafur segir skiptar skoðanir um málið meðal íbúa Tálknafjarðar. Jafnvel sé rætt um að skoða fleiri kosti. Tálknafjörður á nú í miklu samstarfi við Vesturbyggð í mörgum málaflokkum, til dæmis reka sveitarfélögin sameiginlega félagsþjónustu og fleira. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar komi fyrir sveitarstjórn í desember og í þá verði tekin ákvörðun um næstu skref. Sveitarstjórnarkosningar verða í vor, en Ólafur telur ólíklegt að kosið verði um sameiningu meðfram því. Til þess sé tíminn frekar tæpur. „En það mætti nota kosningarnar, til dæmis til að leggja fram skoðanakönnun um málið.“
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira