Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 12:11 Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja funda um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. „Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi. Við erum með sóttvarnalög til að takmarka þau ef það er og það þurfum við að rökstyðja, en ekki hið eðlilega, venjulega ástand,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun þar sem stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag. Hann segist styðja afléttingar sóttvarnatakmarkana, jafnvel allsherjar afléttingar. Ríkisstjórnin hafi verið að fylgjast með þróun takmarkana annars staðar á undanförnum vikum og í huga Sigurðar Inga sé alveg ljóst að við séum á mjög góðum stað hvað varðar faraldurinn. „Við höfum auðvitað verið að fylgjast með því sem verið er að gera annars staðar. Í mínum huga er engin spurning um að við erum á mjög góðum stað. Ef við horfum á það sem er að gerast í faraldirnum í sambærilegum löndum, þá er ég fyrst og fremst að horfa til Norðurlandanna, þá eru þau komin lengra en við og við eigum að fara þangað,“ segir Sigurður. Hann segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ágætlega. Fyrst og fremst nýti þau tímann til að teikna upp þá mynd sem flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, ætli að fylgja næstu fjögur árin. „Sem er ólík þeirri sem var síðustu fjögur ár. Nýjar áskoranir eftir heimsfaraldur, takandi á þessari loftslagsvá og efla hér störf innanlands. Það eru nýjar áskoranir sem voru ekki endilega fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður. Hann segir ríkisstjórnina á sömu línu þegar að loftslagsmálum kemur. „Já, ég held að ef þú hlustar á ræðu forsætisráðherra á Arctic Circle í gær þá var hún svar um þða hvernig við eigum að komast út úr þessum vanda.“ Fréttir um stofnun nýs innviðaráðuneytis, sem er talsvert viðameira en áður hefur verið, hafa borist undanfarið og segir Sigurður til skoðunar að stofna slíkt ráðuneyti. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Einmitt nokkrar breytingar á stjórnkerfinu til að undirstrika þessa nýju stöðu. Eitt af því er auðvitað að fjórða stoðin í atvinnulífinu okkar er þekkingargeirinn. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið meðal annars vegna fjárfestingarátaks núverandi ríkisstjórnar í gegn um heimsfaraldurinn. Kannski þurfum við að endurspegla stjórnkerfið betur hvað það varðar.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
„Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi. Við erum með sóttvarnalög til að takmarka þau ef það er og það þurfum við að rökstyðja, en ekki hið eðlilega, venjulega ástand,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun þar sem stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag. Hann segist styðja afléttingar sóttvarnatakmarkana, jafnvel allsherjar afléttingar. Ríkisstjórnin hafi verið að fylgjast með þróun takmarkana annars staðar á undanförnum vikum og í huga Sigurðar Inga sé alveg ljóst að við séum á mjög góðum stað hvað varðar faraldurinn. „Við höfum auðvitað verið að fylgjast með því sem verið er að gera annars staðar. Í mínum huga er engin spurning um að við erum á mjög góðum stað. Ef við horfum á það sem er að gerast í faraldirnum í sambærilegum löndum, þá er ég fyrst og fremst að horfa til Norðurlandanna, þá eru þau komin lengra en við og við eigum að fara þangað,“ segir Sigurður. Hann segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ágætlega. Fyrst og fremst nýti þau tímann til að teikna upp þá mynd sem flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, ætli að fylgja næstu fjögur árin. „Sem er ólík þeirri sem var síðustu fjögur ár. Nýjar áskoranir eftir heimsfaraldur, takandi á þessari loftslagsvá og efla hér störf innanlands. Það eru nýjar áskoranir sem voru ekki endilega fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður. Hann segir ríkisstjórnina á sömu línu þegar að loftslagsmálum kemur. „Já, ég held að ef þú hlustar á ræðu forsætisráðherra á Arctic Circle í gær þá var hún svar um þða hvernig við eigum að komast út úr þessum vanda.“ Fréttir um stofnun nýs innviðaráðuneytis, sem er talsvert viðameira en áður hefur verið, hafa borist undanfarið og segir Sigurður til skoðunar að stofna slíkt ráðuneyti. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Einmitt nokkrar breytingar á stjórnkerfinu til að undirstrika þessa nýju stöðu. Eitt af því er auðvitað að fjórða stoðin í atvinnulífinu okkar er þekkingargeirinn. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið meðal annars vegna fjárfestingarátaks núverandi ríkisstjórnar í gegn um heimsfaraldurinn. Kannski þurfum við að endurspegla stjórnkerfið betur hvað það varðar.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51
Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52