Mercedes-AMG One er loksins staðfestur á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. október 2021 07:00 Mercedes-AMG One og Formúlu 1 bíll Mercedes liðsins. Loksins hefur Mercedes-AMG staðfest að One, bíllinn er væntanlegur á næsta ári. Komu bílsins hefur ítrekað verið frestað en nú er hann stað. One er innblásinn af Formúlu 1 bíl Mercedes AMG liðsins, sem er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1. Mercedes hafði þegar sagt opinberlega að bíllinn kæmi á þessu ári. Tafir hafa orðið á afhendingu og framleiðslu bílsins. Mercedes hefur enn ekki staðfest hvar bíllinn verður framleiddur. Væntanlega verða vélarnar smíðaðar í Brixworth þar sem Mercedes smíðar Formúlu 1 vélar sínar. Mercedes-AMG One Vélin í One verður 1,6 lítra V6 með forþjöppu og fjórum rafmóturum. Einn þeirra snýr forþjöppunni til að hún sé ávallt til taks. Annar þeirra situr á milli vélarinnar og sveifarhússins og hinir tveir sjá um sitthvort framhjólið. Bíllinn er rúm 1000 hestöfl, hann er með hámarkshraða upp á 350 km/klst. og hann er innan við sex sekúndur í 200 km/klst. úr kyrrstöðu. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Mercedes hafði þegar sagt opinberlega að bíllinn kæmi á þessu ári. Tafir hafa orðið á afhendingu og framleiðslu bílsins. Mercedes hefur enn ekki staðfest hvar bíllinn verður framleiddur. Væntanlega verða vélarnar smíðaðar í Brixworth þar sem Mercedes smíðar Formúlu 1 vélar sínar. Mercedes-AMG One Vélin í One verður 1,6 lítra V6 með forþjöppu og fjórum rafmóturum. Einn þeirra snýr forþjöppunni til að hún sé ávallt til taks. Annar þeirra situr á milli vélarinnar og sveifarhússins og hinir tveir sjá um sitthvort framhjólið. Bíllinn er rúm 1000 hestöfl, hann er með hámarkshraða upp á 350 km/klst. og hann er innan við sex sekúndur í 200 km/klst. úr kyrrstöðu.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent