Rúnar ósáttur við bannið: Ömurlegt að menn giski á allt hið versta frá mér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 15:06 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, er afar ósáttur með bannið sem hann var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn KA á laugardaginn. Rúnar fékk rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fyrir brot á Patreki Stefánssyni. Rúnar hafði þá skorað sjö mörk. Þrátt fyrir brottrekstur hans vann ÍBV leikinn, 35-31. Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Rúnar dæmdur í eins leiks bann. Og hann er langt frá því að vera sáttur við þann úrskurð eins og hann rekur á Facebook-síðu sinni. Hverjum tilheyrði höndin? Þegar Rúnar ræddi við dómarana um brotið eftir leik tjáði annar þeirra honum að hann hafi ekki séð neitt. Hinn sagðist hafa séð útrétta hendi og höfuð kastast til hliðar en var ekki viss hverjum höndin tilheyrði. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og viðtal við Rúnar þar sem hann segist skilja af hverju dómarar leiksins ráku hann af velli þótt brotið hafi ekki verið gróft. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um rauða spjaldið Í Facebook-færslunni sagðist Rúnar hafa verið fullvissaður að hann yrði ekki dæmdur í bann vegna rauða spjaldsins þar sem hann hafi ekki áður verið rekinn af velli á tímabilinu. En annað kom á daginn. Þegar Rúnar leitaði nánari skýringa hjá HSÍ var honum tjáð að erfitt væri að sjá á myndbandi hvort hann hafi farið í andlit Patreks eða hvort hnefi eða opinn lófi hafi verið á lofti. En í skýrslu dómara hafi staðið að hann hafi slegið Patrek. Var ekki sárkvalinn Rúnar segir að vegna afleiðinga brotsins hafi menn giskað á það versta og dæmt hann í bann. Hann segir að Patrekur hafi legið eftir sárkvalinn en hafi svo tjáð honum að hann væri það ekki. Rúnar segir að þetta sé aðeins þriðja rauða spjald hans á ferlinum og hann sé þekktur fyrir að vera prúður á velli, og kannski um of. „En að það sé giskað í eyðurnar og gengið út frá því versta, að maður sé bara fauti að reyna meiða menn, óíþróttamannsleg hegðun, það er ég mjög ósáttur við. Því það er ekki það sem ég stend fyrir og mun aldrei gera,“ skrifar Rúnar. Gríðarlega óréttlátt Hann segir að fyrsta rauða spjaldið á ferlinum hafi hann fengið fyrir klaufalegt brot þegar hann var ungur leikmaður Fram og hitt fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti. Rúnar segir að markvörðurinn hafi hreyft höfuðið og síðan fyrirgefið sér. „En óíþróttamannsleg hegðun og menn giski á að allt hið versta frá mér, það finnst mér ömurlegt, mér líður illa með það og það finnst mér gríðarlega óréttlátt!“ segir Rúnar í lokaorðum sínum í færslunni. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á sunnudaginn en þar verður Rúnar fjarri góðu gamni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Rúnar fékk rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fyrir brot á Patreki Stefánssyni. Rúnar hafði þá skorað sjö mörk. Þrátt fyrir brottrekstur hans vann ÍBV leikinn, 35-31. Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Rúnar dæmdur í eins leiks bann. Og hann er langt frá því að vera sáttur við þann úrskurð eins og hann rekur á Facebook-síðu sinni. Hverjum tilheyrði höndin? Þegar Rúnar ræddi við dómarana um brotið eftir leik tjáði annar þeirra honum að hann hafi ekki séð neitt. Hinn sagðist hafa séð útrétta hendi og höfuð kastast til hliðar en var ekki viss hverjum höndin tilheyrði. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og viðtal við Rúnar þar sem hann segist skilja af hverju dómarar leiksins ráku hann af velli þótt brotið hafi ekki verið gróft. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um rauða spjaldið Í Facebook-færslunni sagðist Rúnar hafa verið fullvissaður að hann yrði ekki dæmdur í bann vegna rauða spjaldsins þar sem hann hafi ekki áður verið rekinn af velli á tímabilinu. En annað kom á daginn. Þegar Rúnar leitaði nánari skýringa hjá HSÍ var honum tjáð að erfitt væri að sjá á myndbandi hvort hann hafi farið í andlit Patreks eða hvort hnefi eða opinn lófi hafi verið á lofti. En í skýrslu dómara hafi staðið að hann hafi slegið Patrek. Var ekki sárkvalinn Rúnar segir að vegna afleiðinga brotsins hafi menn giskað á það versta og dæmt hann í bann. Hann segir að Patrekur hafi legið eftir sárkvalinn en hafi svo tjáð honum að hann væri það ekki. Rúnar segir að þetta sé aðeins þriðja rauða spjald hans á ferlinum og hann sé þekktur fyrir að vera prúður á velli, og kannski um of. „En að það sé giskað í eyðurnar og gengið út frá því versta, að maður sé bara fauti að reyna meiða menn, óíþróttamannsleg hegðun, það er ég mjög ósáttur við. Því það er ekki það sem ég stend fyrir og mun aldrei gera,“ skrifar Rúnar. Gríðarlega óréttlátt Hann segir að fyrsta rauða spjaldið á ferlinum hafi hann fengið fyrir klaufalegt brot þegar hann var ungur leikmaður Fram og hitt fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti. Rúnar segir að markvörðurinn hafi hreyft höfuðið og síðan fyrirgefið sér. „En óíþróttamannsleg hegðun og menn giski á að allt hið versta frá mér, það finnst mér ömurlegt, mér líður illa með það og það finnst mér gríðarlega óréttlátt!“ segir Rúnar í lokaorðum sínum í færslunni. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á sunnudaginn en þar verður Rúnar fjarri góðu gamni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira