Farið er yfir stærð gossins í Geldingadölum í grein Sigurðar Steinþórssonar, prófessors emiritus, á Vísindavefnum í dag.
Samkvæmt gögnum Sigurðar hlýtur gosið að teljast nokkuð langt meðal samfelldra gosa á þessari og síðustu öld. Aðeins Heklugosið 1947-48, Surtseyjargosið 1963-67 og Kröflueldar 1975-84 vörðu lengur.
Gosið í Geldingadölum er aftur á móti neðarlega á lista hvað varðar rúmmál gosefna. Aðeins hefur komið minna magn hrauns upp úr flæðigosunum í Öskju árið 1961, Heklu 1981 og Fimmvörðuhálsi 2010.
Meðalafl gossins á Reykjanesi er jafnframt það langminnsta. Aðeins sjö daga flæðigosið í Heklu árið 1981 var kraftminna.
Sigurður svaraði upphaflega spurningu um stærð gossins í maí, tæpum tveimur mánuðum eftir að það hófst. Þá sagðist hann hvorki telja að gosið er langvinnt né rúmmálsmikið.
„Samkvæmt þessu reyndist höfundur svarsins á Vísindavefnum 17. maí 2021 ekki sannspár um væntanlega lengd gossins í Geldingadölum, en um hin atriðin tvö – hvort gosið marki upphaf nýrra Reykjaneselda, og hvort gossprungurnar muni teygja sig langar leiðir – mun framtíðin ein eiga svör,“ skrifar hann.