Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2021 11:22 Á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Getty/Matthew Hatcher Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði. Breytingin hefur það í för með sér að þeir sem hafa getað ferðast óhindrað yfir landamærin, svo sem vöruflutningabifreiðastjórar og nemar, þurfa að framvísa bólusetningarvottorði frá janúar. Sá munur verður á ferðalögum landleiðina og flugleiðina inn í landið að á landamærunum að Kanada og Mexíkó verður aðeins gerð krafa um bólusetningarvottorð en á flugvöllum verður fólk skikkað til að framvísa bæði bólusetningarvottorði og neikvæðu PCR prófi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) lítur svo á einstaklingar séu fullbólusettir ef tvær vikur eru liðnar síðan þeir fengu seinni skammtinn af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna eða einn skammt af bóluefninu frá Johnson & Johnson. Þá munu þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt blessun sína yfir, til dæmis Astra Zeneca, einnig teljast fullbólusettir samkvæmt New York Times. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir hvernig yfirvöld hyggjast taka á þeim sem hafa verið bólusettir með tveimur bóluefnum, það er að segja fengið efni frá einum framleiðanda í fyrra skiptið en öðrum í seinna. Miðillinn CBC greindi frá því 25. september síðastliðinn að sóttvarnastofnunin teldi þá ekki fullbólusetta sem hefðu verið bólusettir með sitthvoru efninu. Þó væru gerðar undantekningar þegar einstaklingar hefðu neyðst til að þiggja sitthvort bóluefnið ef bæði væru svokölluð mRNA bóluefni, það er að segja frá Pfizer eða Moderna. Það uppfyllti hins vegar ekki skilyrði að hafa þegið einn skammt af AstraZeneca og einn af mRNA bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Kanada Mexíkó Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Breytingin hefur það í för með sér að þeir sem hafa getað ferðast óhindrað yfir landamærin, svo sem vöruflutningabifreiðastjórar og nemar, þurfa að framvísa bólusetningarvottorði frá janúar. Sá munur verður á ferðalögum landleiðina og flugleiðina inn í landið að á landamærunum að Kanada og Mexíkó verður aðeins gerð krafa um bólusetningarvottorð en á flugvöllum verður fólk skikkað til að framvísa bæði bólusetningarvottorði og neikvæðu PCR prófi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) lítur svo á einstaklingar séu fullbólusettir ef tvær vikur eru liðnar síðan þeir fengu seinni skammtinn af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna eða einn skammt af bóluefninu frá Johnson & Johnson. Þá munu þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt blessun sína yfir, til dæmis Astra Zeneca, einnig teljast fullbólusettir samkvæmt New York Times. Enn sem komið er liggur ekki ljóst fyrir hvernig yfirvöld hyggjast taka á þeim sem hafa verið bólusettir með tveimur bóluefnum, það er að segja fengið efni frá einum framleiðanda í fyrra skiptið en öðrum í seinna. Miðillinn CBC greindi frá því 25. september síðastliðinn að sóttvarnastofnunin teldi þá ekki fullbólusetta sem hefðu verið bólusettir með sitthvoru efninu. Þó væru gerðar undantekningar þegar einstaklingar hefðu neyðst til að þiggja sitthvort bóluefnið ef bæði væru svokölluð mRNA bóluefni, það er að segja frá Pfizer eða Moderna. Það uppfyllti hins vegar ekki skilyrði að hafa þegið einn skammt af AstraZeneca og einn af mRNA bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Kanada Mexíkó Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira