Tuttugu mánaða bið Ödu Hegerberg loks á enda: „Eins og lítill krakki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 15:01 Ada Hegerberg grét eftir fyrsta leikinn sinn í tuttugu mánuði. EPA-EFE/Adam Ihse Ada Hegerberg var fyrsta konan til að hljóta Gullhnöttinn eftirsótta en það hefur ekki verið mikið af fótbolta hjá norska framherjanum síðustu mánuði. Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg. Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg.
Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti