Umkringdur rokkstjörnum á kynningu sem líktist fyrsta skóladeginum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 20:00 Nýir þingmenn. vísir Nýir Alþingismenn sóttu kynningarfund um þingstörf í dag. Þingmennirnir segja kynninguna minna á fyrsta skóladaginn og segist einn þeirra umkringdur rokkstjörnum. Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas. Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas.
Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21