Umkringdur rokkstjörnum á kynningu sem líktist fyrsta skóladeginum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 20:00 Nýir þingmenn. vísir Nýir Alþingismenn sóttu kynningarfund um þingstörf í dag. Þingmennirnir segja kynninguna minna á fyrsta skóladaginn og segist einn þeirra umkringdur rokkstjörnum. Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas. Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas.
Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21