Segist hafa misskilið að Erna vildi í flokkinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 14:00 Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vísir Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins segist ekki hafa ætlað að fylgja Birgi Þórarinssyni í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi oftúlkað orð hennar um það. Tilkynningu þar sem Erna var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn var breytt rétt fyrir hádegi. Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á heimasíðu sinni á laugardag og í Facebook-deilingu flokksins í Suðurkjördæmi að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Tilkynningin var á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í morgun. Erna tilkynnti hins vegar í morgun í Bítinu á Bylgjunni að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið leiðrétt á heimasíðunni rétt fyrir hádegi. Aðspurður um hvernig þetta hafi komið til segir Ingvar að þetta hafi verið misskilningur, Erna eins og aðrir þurfi svo að eiga við sína samvisku hvernig hún hagi störfum sínum fyrir Alþingi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins tilkynnti á laugardag að hann hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fram kom í fjölmiðlum að varaþingmaður hans Erna hefði stutt vistaskiptin. Þá svaraði Birgir því í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðunnar. Erna segir að málið sé byggt á oftúlkun og misskilningi. Aðspurð um hvort það hafi komið upp að hún fylgdi Birgi segir Erna. „Það kom auðvitað allt til tals. Það myndast auðvitað traust milli fólks sem vinnur lengi saman. En ég verð hins vegar að fylgja minni sannfæringu,“ segir Erna Hún segir hins vegar að hann hafi misskilið að hún hafi ætlað að fylgja honum í flokkinn. „Ég tel að hann hafi tekið of sterkt til orða í því. Og hafi ég gefið eitthvað slíkt í skin þá er ég auðvitað frjáls kona að standa með minni sannfæringu þegar ég er búin að gefa mér tíma til að fara yfir spilin,“ segir Erna. Aðspurð um hvaðan misskilningurinn komi þar sem hún var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna: „Hann hlýtur að vera kominn frá Birgi.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á heimasíðu sinni á laugardag og í Facebook-deilingu flokksins í Suðurkjördæmi að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Tilkynningin var á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í morgun. Erna tilkynnti hins vegar í morgun í Bítinu á Bylgjunni að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið leiðrétt á heimasíðunni rétt fyrir hádegi. Aðspurður um hvernig þetta hafi komið til segir Ingvar að þetta hafi verið misskilningur, Erna eins og aðrir þurfi svo að eiga við sína samvisku hvernig hún hagi störfum sínum fyrir Alþingi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins tilkynnti á laugardag að hann hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fram kom í fjölmiðlum að varaþingmaður hans Erna hefði stutt vistaskiptin. Þá svaraði Birgir því í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðunnar. Erna segir að málið sé byggt á oftúlkun og misskilningi. Aðspurð um hvort það hafi komið upp að hún fylgdi Birgi segir Erna. „Það kom auðvitað allt til tals. Það myndast auðvitað traust milli fólks sem vinnur lengi saman. En ég verð hins vegar að fylgja minni sannfæringu,“ segir Erna Hún segir hins vegar að hann hafi misskilið að hún hafi ætlað að fylgja honum í flokkinn. „Ég tel að hann hafi tekið of sterkt til orða í því. Og hafi ég gefið eitthvað slíkt í skin þá er ég auðvitað frjáls kona að standa með minni sannfæringu þegar ég er búin að gefa mér tíma til að fara yfir spilin,“ segir Erna. Aðspurð um hvaðan misskilningurinn komi þar sem hún var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna: „Hann hlýtur að vera kominn frá Birgi.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira