Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. október 2021 11:57 Níu hús voru rýmd á Seyðisfirði í síðustu viku vegna skriðuhættunnar og yfirgáfu þá nítján manns heimili sín. Rýmingu hefur nú verið aflétt af fjórum húsum. Veðurstofan Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd. Íbúum sem var gert að rýma heimili sín í síðustu viku funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær með fulltrúum veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings eftir að ákveðið var að aflétta rýmingu að hluta til. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir íbúafundinn hafa gengið vel þar sem íbúar fengu meðal annars að koma sínum vangaveltum á framfæri. „Það var ágætismæting þar og íbúum annars á Seyðisfirði boðið að mæta. Þetta voru bara góðar umræður og upplýsandi vona ég fyrir báða aðila, hvort heldur þeir sem þurftu að rýma þau áfram eða halda þeim rýmdum, og hinum sem að geta þá aftur farið í sín hús,“ segir Kristján. „Eins auðvitað gott fyrir veðurstofu og almannavarnir að heyra svona viðhorf íbúa. Eins og ég segi ég held að þetta hafi verið upplýsandi fundur og góður fyrir alla,“ segir hann enn fremur. Aðspurður um hvernig íbúar tóku í fréttirnar segir Kristján þá hafa verið rólega og yfirvegaða þar sem íbúar voru viðbúin hvoru tveggja, að þau myndu annað hvort fá að fara heim til sín eða ekki. Hættustig almannavarna er enn í gildi og er vel fylgst með hreyfingum á hryggnum við Búðará. „Það er svona verið að bíða bara eftir því að sjá betur hvernig hann hagar sér og á hvaða leið hann er. Þetta verður svo bara metið daglega og niðurstaðan þá eftir því, en líklegt að það verði í það minnsta rýming í einhverja daga enn, að minnsta kosti,“ segir Kristján að lokum. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Íbúum sem var gert að rýma heimili sín í síðustu viku funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær með fulltrúum veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings eftir að ákveðið var að aflétta rýmingu að hluta til. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir íbúafundinn hafa gengið vel þar sem íbúar fengu meðal annars að koma sínum vangaveltum á framfæri. „Það var ágætismæting þar og íbúum annars á Seyðisfirði boðið að mæta. Þetta voru bara góðar umræður og upplýsandi vona ég fyrir báða aðila, hvort heldur þeir sem þurftu að rýma þau áfram eða halda þeim rýmdum, og hinum sem að geta þá aftur farið í sín hús,“ segir Kristján. „Eins auðvitað gott fyrir veðurstofu og almannavarnir að heyra svona viðhorf íbúa. Eins og ég segi ég held að þetta hafi verið upplýsandi fundur og góður fyrir alla,“ segir hann enn fremur. Aðspurður um hvernig íbúar tóku í fréttirnar segir Kristján þá hafa verið rólega og yfirvegaða þar sem íbúar voru viðbúin hvoru tveggja, að þau myndu annað hvort fá að fara heim til sín eða ekki. Hættustig almannavarna er enn í gildi og er vel fylgst með hreyfingum á hryggnum við Búðará. „Það er svona verið að bíða bara eftir því að sjá betur hvernig hann hagar sér og á hvaða leið hann er. Þetta verður svo bara metið daglega og niðurstaðan þá eftir því, en líklegt að það verði í það minnsta rýming í einhverja daga enn, að minnsta kosti,“ segir Kristján að lokum.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira