Nýi Súpermann er tvíkynhneigður Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 08:36 Jon Kent sem Súpermann (t.v.) og Jay Nakamura (t.h.) í ástríðufullum kossi í nýjasta hefti myndasögunnar um Súpermann. DC Comics DC Comics myndasagnarisinn hefur tilkynnt að nýjasta útgáfan af persónu Súpermann verði tvíkynhneigð. Í næsta hefti myndasögunnar verður ofurhetjan ástsæla sýnd í ástarsambandi við karlmann. Það er þó ekki upprunalegi Súpermann, Clark Kent, sem er kominn út úr skápnum heldur sonur hans, Jon Kent. Sagan er hluti af sagnabálknum „Súpermann: Sonur Kal-El“ sem hóf göngu sína í sumar. Hann fjallar um ævintýri Jon eftir að hann tekur við skikkjunni og utanáliggjandi nærfötunum af föður sínum. Jon mun nú eiga í ástarsambandi við Jay Nakamura, bleikhærðan blaðamann sem hann vingaðist við fyrr í sagnaröðinni. DC tilkynnti um samband þeirra á degi sem er ætlað að vekja athygli á málefnum LGBT-fólks í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á ramma sem DC deildi úr nýju sögunni sjást Jon og Jay kyssast. Ekki hefur verið greint frekar frá söguþræði næsta heftis. Tom Taylor, höfundur sögunnar, segist hafa velt fyrir sér hvernig persóna Súpermann væri í samtímanum. Honum hugnaðist ekki að gera hann að enn öðrum hvíta, gagnkynhneigða bjargvættinum. Þegar hann leitaði til DC um að gera Súpermann tvíkynhneigðan komst hann að því að fyrirtækið hafði þegar íhugað þann möguleika. Jon Kent hefur í sagnaröðinni glímt við ýmis nútímaleg vandamál. Hann hefur barist við skógarelda af völdum loftslagsbreytinga, komið í veg fyrir skotárás í framhaldsskóla og mótmælt brottvísun flóttafólks. Eins og alltaf þegar reynt er að draga úr einsleitni ofurhetja hefur reiður her nettrölla hamast yfir ákvörðun DC. Taylor segir að þeir sem básúni um að ekki eigi að blanda pólitík saman við myndasögur gleymi því að þær hafi alltaf verið pólitískar á einhvern hátt. „Fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því að X-mennirnir voru líking við borgararéttindahreyfinguna [í Bandaríkjunum],“ segir hann. Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er þó ekki upprunalegi Súpermann, Clark Kent, sem er kominn út úr skápnum heldur sonur hans, Jon Kent. Sagan er hluti af sagnabálknum „Súpermann: Sonur Kal-El“ sem hóf göngu sína í sumar. Hann fjallar um ævintýri Jon eftir að hann tekur við skikkjunni og utanáliggjandi nærfötunum af föður sínum. Jon mun nú eiga í ástarsambandi við Jay Nakamura, bleikhærðan blaðamann sem hann vingaðist við fyrr í sagnaröðinni. DC tilkynnti um samband þeirra á degi sem er ætlað að vekja athygli á málefnum LGBT-fólks í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á ramma sem DC deildi úr nýju sögunni sjást Jon og Jay kyssast. Ekki hefur verið greint frekar frá söguþræði næsta heftis. Tom Taylor, höfundur sögunnar, segist hafa velt fyrir sér hvernig persóna Súpermann væri í samtímanum. Honum hugnaðist ekki að gera hann að enn öðrum hvíta, gagnkynhneigða bjargvættinum. Þegar hann leitaði til DC um að gera Súpermann tvíkynhneigðan komst hann að því að fyrirtækið hafði þegar íhugað þann möguleika. Jon Kent hefur í sagnaröðinni glímt við ýmis nútímaleg vandamál. Hann hefur barist við skógarelda af völdum loftslagsbreytinga, komið í veg fyrir skotárás í framhaldsskóla og mótmælt brottvísun flóttafólks. Eins og alltaf þegar reynt er að draga úr einsleitni ofurhetja hefur reiður her nettrölla hamast yfir ákvörðun DC. Taylor segir að þeir sem básúni um að ekki eigi að blanda pólitík saman við myndasögur gleymi því að þær hafi alltaf verið pólitískar á einhvern hátt. „Fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því að X-mennirnir voru líking við borgararéttindahreyfinguna [í Bandaríkjunum],“ segir hann.
Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira