Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2021 21:50 Arnar Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. Guðlaugur Victor Pálsson yfirgaf landsliðshópinn eftir leikinn gegn Armeníu þar sem hann var í byrjunarliðinu og hélt aftur til félagsliðs síns Schalke. Arnar Þór Viðarsson sagði í viðtali í gær að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori en að valið hefði verið hans. „Ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar launin og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála. Það eina sem gerist þegar menn eru ekki á svæðinu er að þá kemur möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel,“ sagði Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors. Hann sagði það draum margra að spila fyrir landsliðið. „Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit Þórðarson, það sem Þórir Jóhann er að gera og svo framvegis. Það eru margir drengir og stúlkur sem eiga þann draum að spila fyrir landsliðið. Þetta verður rætt, ég skil ákvörðun Gulla en ég er ekki sammála henni. Traustið er ekki farið út um gluggann“ Ekki beint gegn þjálfurum eða liðinu Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu í september.Vísir/Hulda Margrét Þá var Arnar Þór einnig spurður út í Jóhann Berg Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér í þetta landsliðsverkefni vegna meiðsla. Jóhann Berg viðurkenndi þó í viðtali að það hefði haft áhrif á ákvörðun hans að hann væri ekki fyllilega sáttur með vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands undanfarið. „Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum,“ sagði Arnar Þór þegar hann var spurður hvort fjarvera Jóhanns Bergs og Guðlaugs Victors myndi hafa áhrif á val á landsliðshópi fyrir næsta verkefni. „Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“ Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna eftir síðasta landsliðsverkefni. Arnar Þór sagðist ekki vita um neina leikmenn sem væru að íhuga það að hætta með landsliðinu. „Ég veit ekki um neina. Þetta snýst um að menn séu „all in“ í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson yfirgaf landsliðshópinn eftir leikinn gegn Armeníu þar sem hann var í byrjunarliðinu og hélt aftur til félagsliðs síns Schalke. Arnar Þór Viðarsson sagði í viðtali í gær að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori en að valið hefði verið hans. „Ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar launin og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála. Það eina sem gerist þegar menn eru ekki á svæðinu er að þá kemur möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel,“ sagði Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors. Hann sagði það draum margra að spila fyrir landsliðið. „Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit Þórðarson, það sem Þórir Jóhann er að gera og svo framvegis. Það eru margir drengir og stúlkur sem eiga þann draum að spila fyrir landsliðið. Þetta verður rætt, ég skil ákvörðun Gulla en ég er ekki sammála henni. Traustið er ekki farið út um gluggann“ Ekki beint gegn þjálfurum eða liðinu Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu í september.Vísir/Hulda Margrét Þá var Arnar Þór einnig spurður út í Jóhann Berg Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér í þetta landsliðsverkefni vegna meiðsla. Jóhann Berg viðurkenndi þó í viðtali að það hefði haft áhrif á ákvörðun hans að hann væri ekki fyllilega sáttur með vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands undanfarið. „Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum,“ sagði Arnar Þór þegar hann var spurður hvort fjarvera Jóhanns Bergs og Guðlaugs Victors myndi hafa áhrif á val á landsliðshópi fyrir næsta verkefni. „Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“ Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna eftir síðasta landsliðsverkefni. Arnar Þór sagðist ekki vita um neina leikmenn sem væru að íhuga það að hætta með landsliðinu. „Ég veit ekki um neina. Þetta snýst um að menn séu „all in“ í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01
Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00