Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2021 21:50 Arnar Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. Guðlaugur Victor Pálsson yfirgaf landsliðshópinn eftir leikinn gegn Armeníu þar sem hann var í byrjunarliðinu og hélt aftur til félagsliðs síns Schalke. Arnar Þór Viðarsson sagði í viðtali í gær að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori en að valið hefði verið hans. „Ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar launin og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála. Það eina sem gerist þegar menn eru ekki á svæðinu er að þá kemur möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel,“ sagði Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors. Hann sagði það draum margra að spila fyrir landsliðið. „Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit Þórðarson, það sem Þórir Jóhann er að gera og svo framvegis. Það eru margir drengir og stúlkur sem eiga þann draum að spila fyrir landsliðið. Þetta verður rætt, ég skil ákvörðun Gulla en ég er ekki sammála henni. Traustið er ekki farið út um gluggann“ Ekki beint gegn þjálfurum eða liðinu Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu í september.Vísir/Hulda Margrét Þá var Arnar Þór einnig spurður út í Jóhann Berg Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér í þetta landsliðsverkefni vegna meiðsla. Jóhann Berg viðurkenndi þó í viðtali að það hefði haft áhrif á ákvörðun hans að hann væri ekki fyllilega sáttur með vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands undanfarið. „Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum,“ sagði Arnar Þór þegar hann var spurður hvort fjarvera Jóhanns Bergs og Guðlaugs Victors myndi hafa áhrif á val á landsliðshópi fyrir næsta verkefni. „Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“ Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna eftir síðasta landsliðsverkefni. Arnar Þór sagðist ekki vita um neina leikmenn sem væru að íhuga það að hætta með landsliðinu. „Ég veit ekki um neina. Þetta snýst um að menn séu „all in“ í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson yfirgaf landsliðshópinn eftir leikinn gegn Armeníu þar sem hann var í byrjunarliðinu og hélt aftur til félagsliðs síns Schalke. Arnar Þór Viðarsson sagði í viðtali í gær að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori en að valið hefði verið hans. „Ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar launin og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála. Það eina sem gerist þegar menn eru ekki á svæðinu er að þá kemur möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel,“ sagði Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors. Hann sagði það draum margra að spila fyrir landsliðið. „Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit Þórðarson, það sem Þórir Jóhann er að gera og svo framvegis. Það eru margir drengir og stúlkur sem eiga þann draum að spila fyrir landsliðið. Þetta verður rætt, ég skil ákvörðun Gulla en ég er ekki sammála henni. Traustið er ekki farið út um gluggann“ Ekki beint gegn þjálfurum eða liðinu Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu í september.Vísir/Hulda Margrét Þá var Arnar Þór einnig spurður út í Jóhann Berg Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér í þetta landsliðsverkefni vegna meiðsla. Jóhann Berg viðurkenndi þó í viðtali að það hefði haft áhrif á ákvörðun hans að hann væri ekki fyllilega sáttur með vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands undanfarið. „Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum,“ sagði Arnar Þór þegar hann var spurður hvort fjarvera Jóhanns Bergs og Guðlaugs Victors myndi hafa áhrif á val á landsliðshópi fyrir næsta verkefni. „Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“ Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna eftir síðasta landsliðsverkefni. Arnar Þór sagðist ekki vita um neina leikmenn sem væru að íhuga það að hætta með landsliðinu. „Ég veit ekki um neina. Þetta snýst um að menn séu „all in“ í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01
Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00