Nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi opnaði í vikunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 22:00 Nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi, Arena, opnaði síðastliðinn fimmtudag. Mynd/ArenaGaming.is Síðastliðinn fimmtudag opnaði rafíþróttahöllin Arena í turninum í Kópavogi, en um er að ræða nýjan þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi. Arena býður upp á frábæra aðstöðu til rafíþróttaiðkunnar, sem og tölvuleikjaspilunnar. Hvort sem að um er að ræða tölvuleikjaspilara í leit að afdrepi til að spila í rólegheitum í flottri aðstöðu, eða rafíþróttalið sem stefnir hátt og lætur aðeins bjóða sér það besta, geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi á Arena. Boðið er upp á fyrsta flokks aðstöðu á staðnum þar sem að allar PC-tölvurnar eru af nýjustu gerð og á Arena má einnig finna PlayStation 5 tölvur. Hægt er að leigja sali fyrir hópa með PC-tölvum og VIP-herbergi með PlayStation 5 tölvu. Á Arena verður einnig hægt að panta sér veitingar í fljótandi og föstu formi af veitingastaðnum Bytes sem er samtengdur staðnum. View this post on Instagram A post shared by Arena Gaming (@arenagamingisl) Sigurjón Steinsson, framkvæmdarstjóri Arena, sagði í samtali við mbl.is að fyrstu gestirnir hafi verið virkilega ánægðir með aðstöðuna. „Það gekk ótrúlega vel í gær. Allir sem komu voru ánægðir með aðstöðuna og búnaðinn sem við bjóðum uppá. Fólk er ennþá að uppgvöta staðinn og við búumst við því að það verði mikið að gera í dag og um helgina.“ „Við hlökkum til að leyfa fólki að prófa og erum spennt að taka á móti gestum. Við miðum að því að búa til vinalega og skemmtilega stemningu fyrir allan aldur og eru allir velkomnir,“ sagði Sigurjón. Einnig eru á döfinni margir viðburðir hjá Arena, svo sem mót í mismunandi tölvuleikjum og einnig verður hægt að horfa á heimsmeistaramótið í League of Legends á staðnum. Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst einmitt á morgun. Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport
Hvort sem að um er að ræða tölvuleikjaspilara í leit að afdrepi til að spila í rólegheitum í flottri aðstöðu, eða rafíþróttalið sem stefnir hátt og lætur aðeins bjóða sér það besta, geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi á Arena. Boðið er upp á fyrsta flokks aðstöðu á staðnum þar sem að allar PC-tölvurnar eru af nýjustu gerð og á Arena má einnig finna PlayStation 5 tölvur. Hægt er að leigja sali fyrir hópa með PC-tölvum og VIP-herbergi með PlayStation 5 tölvu. Á Arena verður einnig hægt að panta sér veitingar í fljótandi og föstu formi af veitingastaðnum Bytes sem er samtengdur staðnum. View this post on Instagram A post shared by Arena Gaming (@arenagamingisl) Sigurjón Steinsson, framkvæmdarstjóri Arena, sagði í samtali við mbl.is að fyrstu gestirnir hafi verið virkilega ánægðir með aðstöðuna. „Það gekk ótrúlega vel í gær. Allir sem komu voru ánægðir með aðstöðuna og búnaðinn sem við bjóðum uppá. Fólk er ennþá að uppgvöta staðinn og við búumst við því að það verði mikið að gera í dag og um helgina.“ „Við hlökkum til að leyfa fólki að prófa og erum spennt að taka á móti gestum. Við miðum að því að búa til vinalega og skemmtilega stemningu fyrir allan aldur og eru allir velkomnir,“ sagði Sigurjón. Einnig eru á döfinni margir viðburðir hjá Arena, svo sem mót í mismunandi tölvuleikjum og einnig verður hægt að horfa á heimsmeistaramótið í League of Legends á staðnum. Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst einmitt á morgun.
Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport