Handbolti

Jafnt í Íslendingaslag - Gummersbach með fullt hús stiga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson vísir/getty

Fjölmargir íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni í Þýskalandi í dag.

Í Bundesligunni mættust Bergischer og Rhein Neckar Löwen. Arnór Þór Gunnarsson var næstmarkahæstur í liði Bergischer sem gerði jafntefli gegn Rhein Neckar Löwen, 25-25. Arnór Þór skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum. Ýmir Örn Gíslason tók þátt í leiknum hjá Rhein Neckar Löwen en komst ekki á blað.

Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Stuttgart sem tapaði fyrir Leipzig í sömu deild, 33-24, eftir að staðan í leikhléi var jöfn, 14-14.

Í þýsku B-deildinni er íslendingalið Gummersbach enn með fullt hús stiga eftir afar öruggan sigur á Bayer Dormagen í dag, 28-18.

Hákon Daði Styrmisson var markahæsti maður vallarins með tíu mörk. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk en liðið er þjálfað af Guðjóni Val Sigurðssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×