Tesla Model Y - Rafjepplingur sem virkar fyrir vísitölufjölskyldu og fleiri Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. október 2021 07:01 Model Y á bryggju. Vilhelm Gunnarsson Tesla Model Y hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Bíllinn er fimm manna raf(sport)jepplingur. Sjö sæta útgáfan er væntanleg. Bíllinn er eins og aðrar Tesla bifreiðar, vel úthugsaðar. Þemað við fyrstu kynni af Tesla bifreiðum er „af hverju var ekki einhver löngu búinn að þessu?“ Svarið er vanalega að slíkar breytingar séu tímafrekar og flóknar fyrir rótgróna bílaframleiðendur. Útlit Model Y er að miklu leyti eins og hækkaður Model 3, nema myndarlegri, með meiri framenda en Model 3. Hann samsvarar sér að mati blaðamanns mjög vel. Það er eiginlega ekki veikan útlitsblett að finna á Model Y. Séð aftan á Model Y.Vilhelm Gunnarsson Á sama tíma og hann er smekklega hannaður er hann ekki hannaður til að eldast illa. Það mætti því segja að hér fari hugsanlega fyrsti klassíski rafbíllinn. Model Y er með glerþaki.Vilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Upptakið er það allra fyrsta sem maður tekur eftir en aksturseiginleikarnir ná dýpra en það að hann sé snöggur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Long Range útgáfan er 5 sekúndur í 100 km/klst úr kyrrstöðu en Performance útgáfan er 3,7 sekúndur. Model Y.Vilhelm Gunnarsson Hann er líka fær um að fara fremur hratt í gegnum beygjur. Hann er þó þægilegri en Model 3, þýðari yfir hraðahindranir og holur. Reynsluakstursbíllinn var á 19" felgum. Það hefur þónokkuð að segja hann er þýðari þannig. Innra rýmið í Tesla Model Y er minimalískt.Vilhelm Gunnarsson Notagildi og innra rými Model Y hefur eignast samkeppnisaðila í Kia EV6 sem er afar góður bíll. Hins vegar er notagildi það sem Model Y hefur helst fram yfir EV6 og þá einna helst farangursrými. Skottið á Model Y er stærra en EV6. Báðir eru afar góðir í umgengni og fótaplássið aftur í er sambærilegt, gott í báðum. Kia EV6 - Getur rótgróinn bílaframleiðandi framleitt góðan rafbíl? Aftursæti í Model Y.Vilhelm Gunnarsson Innra rýmið í Model Y er látlaust og smekklegt, stór skjár sem gerir allt eins og Tesla einni er lagið. Atriði eins og þráðlaus símahleðsla undir skjánum, síminn notaður sem lykill og smáforrit sem leysir ýmis verkefni úr hendi. Telsa hugsar fyrir flestu. Tesla hleðslustöð.Vilhelm Gunnarsson Drægni og hleðsla Drængi Model Y er 480-507 km. Ekkert í reynsluakstrinum gefur ástæðu til að efast um það. Model Y er fjórhjóladrifinn í báðum útfærslum. Model Y er fær um að taka inn á sig 250 kW í ofurhleðslustöðvum Tesla. Þá er hann 25 mínútur að fara úr 43 km drægni upp í 344 km drægni, samkvæmt upplýsingum frá Tesla. Model Y er 8 klst og 15 mínútur að hlaða sig í 11 kW heimahleðslustöð. Skottið á Model Y.Vilhelm Gunnarsson Verð og samantekt Model Y kostar frá 7.904.579 kr. og til 9.020.591 kr. áður en litur er valinn sem er ekki hvítur. Model Y er einn besti raf(sport)jepplingur sem fáanlegur er á markaðnum í dag. Fyrir þetta verð er einn helsti keppinauturinn eins og áður segir Kia EV6. Model Y er einstaklega þægilegur bíll að kynnast og nota. Séð framan á Model Y.Vilhelm Gunnarsson Hann hentar vel fyrir fjölskyldur, farangur þeirra og annað hafurtask. Model Y er fullkomlega fær um að þjóna vísitölufjölskyldu vel. Miðað við þann fjölda sem þegar hefur selst virðist mikið af fólki hafa efni á bílum sem þessum. Hann hefur þegar selst í yfir 300 eintökum hér á landi. Tæplega 2,4 milljörðum króna hefur verið varið í kaup á Model Y á árinu. Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Útlit Model Y er að miklu leyti eins og hækkaður Model 3, nema myndarlegri, með meiri framenda en Model 3. Hann samsvarar sér að mati blaðamanns mjög vel. Það er eiginlega ekki veikan útlitsblett að finna á Model Y. Séð aftan á Model Y.Vilhelm Gunnarsson Á sama tíma og hann er smekklega hannaður er hann ekki hannaður til að eldast illa. Það mætti því segja að hér fari hugsanlega fyrsti klassíski rafbíllinn. Model Y er með glerþaki.Vilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Upptakið er það allra fyrsta sem maður tekur eftir en aksturseiginleikarnir ná dýpra en það að hann sé snöggur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Long Range útgáfan er 5 sekúndur í 100 km/klst úr kyrrstöðu en Performance útgáfan er 3,7 sekúndur. Model Y.Vilhelm Gunnarsson Hann er líka fær um að fara fremur hratt í gegnum beygjur. Hann er þó þægilegri en Model 3, þýðari yfir hraðahindranir og holur. Reynsluakstursbíllinn var á 19" felgum. Það hefur þónokkuð að segja hann er þýðari þannig. Innra rýmið í Tesla Model Y er minimalískt.Vilhelm Gunnarsson Notagildi og innra rými Model Y hefur eignast samkeppnisaðila í Kia EV6 sem er afar góður bíll. Hins vegar er notagildi það sem Model Y hefur helst fram yfir EV6 og þá einna helst farangursrými. Skottið á Model Y er stærra en EV6. Báðir eru afar góðir í umgengni og fótaplássið aftur í er sambærilegt, gott í báðum. Kia EV6 - Getur rótgróinn bílaframleiðandi framleitt góðan rafbíl? Aftursæti í Model Y.Vilhelm Gunnarsson Innra rýmið í Model Y er látlaust og smekklegt, stór skjár sem gerir allt eins og Tesla einni er lagið. Atriði eins og þráðlaus símahleðsla undir skjánum, síminn notaður sem lykill og smáforrit sem leysir ýmis verkefni úr hendi. Telsa hugsar fyrir flestu. Tesla hleðslustöð.Vilhelm Gunnarsson Drægni og hleðsla Drængi Model Y er 480-507 km. Ekkert í reynsluakstrinum gefur ástæðu til að efast um það. Model Y er fjórhjóladrifinn í báðum útfærslum. Model Y er fær um að taka inn á sig 250 kW í ofurhleðslustöðvum Tesla. Þá er hann 25 mínútur að fara úr 43 km drægni upp í 344 km drægni, samkvæmt upplýsingum frá Tesla. Model Y er 8 klst og 15 mínútur að hlaða sig í 11 kW heimahleðslustöð. Skottið á Model Y.Vilhelm Gunnarsson Verð og samantekt Model Y kostar frá 7.904.579 kr. og til 9.020.591 kr. áður en litur er valinn sem er ekki hvítur. Model Y er einn besti raf(sport)jepplingur sem fáanlegur er á markaðnum í dag. Fyrir þetta verð er einn helsti keppinauturinn eins og áður segir Kia EV6. Model Y er einstaklega þægilegur bíll að kynnast og nota. Séð framan á Model Y.Vilhelm Gunnarsson Hann hentar vel fyrir fjölskyldur, farangur þeirra og annað hafurtask. Model Y er fullkomlega fær um að þjóna vísitölufjölskyldu vel. Miðað við þann fjölda sem þegar hefur selst virðist mikið af fólki hafa efni á bílum sem þessum. Hann hefur þegar selst í yfir 300 eintökum hér á landi. Tæplega 2,4 milljörðum króna hefur verið varið í kaup á Model Y á árinu.
Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent