Rýmingum ekki aflétt fyrr en búið er að verja svæðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2021 19:15 Mikið tjón varð í skriðuföllunum í desember í fyrra. Vísir/Arnar Halldórsson Ekki er útilokað að rýmingar á Seyðisfirði muni standa þar til búið er að tryggja byggðina með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki er hægt að tryggja ekki heimilað að snúa aftur heim. Enn mælist hreyfing á hrygg á hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins sem myndaðist í desember í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og talið er hugsanlegt að hann fari niður í smærri brotum en allur í einu. Unnið er að gerð nýs hættumats en það mun stýra ákvörðun sem verða teknar um framtíðarvarnir en fyrir liggur að hægt er að verja að minnsta kosti hluta svæðisins. „Það eru skilaboð sem mig léttir við að sjá,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings. „En það eru svæði sem við höfum ekki heimilað að flytja inn á ný vegna þess að menn treysta sér ekki til þess að gefa það út að það sé hægt að verja þau. Og þá erum við að horfa til þess að þá er ekki hægt að heimila að fólk búi þar áfram,“ bætir hann við.Hann segir að frekari rýmingar á B og C svæðum séu vel hugsanlegar. „Það er mjög líklegt að það muni koma til rýminga á þessum svæðum, þar til hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir við varanlegar lausnir. Þá muni koma upp sú staða að það muni þurfa að rýma tímabundið, það er bara svo.“ Björn segir að fólk hafi tekið rýmingunum misvel, sem sé mjög skiljanlegt. „Ég skil það vel að fólk sé ekki sátt. En öryggi íbúanna er stóra málið og þess vegna er gripið til rýmingar. Ef það er einhver vafi þá rýmum við frekar en að segja „kannski er þetta í lagi“.“ Hann segir að hlutir muni skýrast eftir helgi og að haldinn verði íbúafundur um miðja viku. „Í ljósi þess sem gerðist á sínum tíma þá verðum við að sýna fyllstu aðgát og það er það sem við erum að gera.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Enn mælist hreyfing á hrygg á hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins sem myndaðist í desember í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og talið er hugsanlegt að hann fari niður í smærri brotum en allur í einu. Unnið er að gerð nýs hættumats en það mun stýra ákvörðun sem verða teknar um framtíðarvarnir en fyrir liggur að hægt er að verja að minnsta kosti hluta svæðisins. „Það eru skilaboð sem mig léttir við að sjá,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings. „En það eru svæði sem við höfum ekki heimilað að flytja inn á ný vegna þess að menn treysta sér ekki til þess að gefa það út að það sé hægt að verja þau. Og þá erum við að horfa til þess að þá er ekki hægt að heimila að fólk búi þar áfram,“ bætir hann við.Hann segir að frekari rýmingar á B og C svæðum séu vel hugsanlegar. „Það er mjög líklegt að það muni koma til rýminga á þessum svæðum, þar til hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir við varanlegar lausnir. Þá muni koma upp sú staða að það muni þurfa að rýma tímabundið, það er bara svo.“ Björn segir að fólk hafi tekið rýmingunum misvel, sem sé mjög skiljanlegt. „Ég skil það vel að fólk sé ekki sátt. En öryggi íbúanna er stóra málið og þess vegna er gripið til rýmingar. Ef það er einhver vafi þá rýmum við frekar en að segja „kannski er þetta í lagi“.“ Hann segir að hlutir muni skýrast eftir helgi og að haldinn verði íbúafundur um miðja viku. „Í ljósi þess sem gerðist á sínum tíma þá verðum við að sýna fyllstu aðgát og það er það sem við erum að gera.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira