Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Snorri Másson skrifar 10. október 2021 08:32 Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. Friðjón Friðjónsson almannatengill var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík suður. Vísir/Sjálfstæðisflokkurinn Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. Miðflokkurinn stendur eftir sem minnsti flokkur á Alþingi með aðeins tvo menn, formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Í yfirlýsingu sem stjórn flokksins sendi frá sér á fimmta tímanum er ákvörðun Birgis sögð áfall fyrir öflugan hóp í Suðurkjördæmi sem hafi borið Birgi á örmum sér í kosningabaráttunni. Hann tilkynnti síðan um vistaskiptin tveimur vikum eftir kosningar. Friðjón Friðjónsson almannatengill og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gott að auka þingstyrk flokksins en að þeir sem í hann gangi þurfi að laga sig að stefnunni. Friðjón telur málið snúast um persónur innan Miðflokksins. „Hann vitnaði til einhvers bréfs sem kom fimm dögum fyrir kosningar, sem ég veit ekki nein deili á. Þannig að þetta virðist vera miklu persónulegra heldur en málefnalegra, vegna þess að meðal annars bíður hann ekki eftir því að sjá hvað er í stjórnarsáttmálanum heldur samþykkir hann hann óséðan,“ segir Friðjón. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að málið líti ekki vel út: „Ég verð bara að segja, ég dauðvorkenni kjósendum Miðflokksins í þessu kjördæmi og öllum þeim fjölda starfsfólks sem hefur lagt hönd á plóg í þessum kosningum. Þetta er eins og einhver lýsti því: Ekkert annað en hnífstunga í bakið. Þetta er það snemmt og það fyrirséð hjá viðkomandi eða fyrirfram ákveðið, það er engin leið að lesa annað út úr því.“ Eina fagnaðarefnið við inngöngu Birgis Þórarinssonar í þingflokk xD er að með því er hann að samþykkja stefnu xD. Birgir mun því láta af andstöðu við gagnrýni á stöðu mannréttinda á Filippseyjum, styðja framþróun orkumála og láta af daðri við afneitunarsinna í lofslagsmálum.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) October 9, 2021 Birgir þarf að laga sig að flokknum Stjórnarmyndunarviðræður eru í fullum gangi hjá stjórn sem Birgir hefur talað gegn. Hanna Katrín: „Þetta eykur þingstyrk flokksins en mér þætti ekki ólíklegt að þetta þrengdi möguleika hans til stjórnarsamstarfs að einhverju leyti. En nóttin er ung, þó að þessi tiltekni þingmaður ferðist með þungan farangur af alls konar forpokaðri afstöðu, allt að því mannfjandsamlegri til ýmissa mála, þá er þetta samt bara einn þingmaður.“ Friðjón: „Hann þarf að aðlaga sig að þeim málum sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnarflokkarnir munu leggja áherslu á. Orkuskipti, virðing fyrir mannréttindum og ákveðna afstöðu í mörgum málum sem hann sannarlega talaði mjög einarðlega á móti á síðasta kjörtímabili.“ Hefurðu trú á því að hann geti tekið það stökk? „Það er hans að sanna það, hann er að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, við sjálfstæðisfólk erum ekki að ganga í Birgi Þórarinsson,“ segir Friðjón. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag en sagðist í stuttri uppfærslu hlakka til samstarfsins við Birgi. Ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gáfu ekki kosti á viðtali í dag, ekki frekar en formaður Miðflokksins. Í viðtali við fréttastofu var Friðjóni Friðjónssyni veitt ráðrúm til að svara spurningunni um stað Birgis Þórarinssonar í Sjálfstæðisflokknum oftar en einu sinni, en ástæðuna fyrir því má sjá hér: Sjaldan verið leiðari að þurfa að klippa út kvót pic.twitter.com/pgX8rH4vMj— Snorri Másson (@5norri) October 9, 2021 Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Miðflokkurinn stendur eftir sem minnsti flokkur á Alþingi með aðeins tvo menn, formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Í yfirlýsingu sem stjórn flokksins sendi frá sér á fimmta tímanum er ákvörðun Birgis sögð áfall fyrir öflugan hóp í Suðurkjördæmi sem hafi borið Birgi á örmum sér í kosningabaráttunni. Hann tilkynnti síðan um vistaskiptin tveimur vikum eftir kosningar. Friðjón Friðjónsson almannatengill og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gott að auka þingstyrk flokksins en að þeir sem í hann gangi þurfi að laga sig að stefnunni. Friðjón telur málið snúast um persónur innan Miðflokksins. „Hann vitnaði til einhvers bréfs sem kom fimm dögum fyrir kosningar, sem ég veit ekki nein deili á. Þannig að þetta virðist vera miklu persónulegra heldur en málefnalegra, vegna þess að meðal annars bíður hann ekki eftir því að sjá hvað er í stjórnarsáttmálanum heldur samþykkir hann hann óséðan,“ segir Friðjón. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að málið líti ekki vel út: „Ég verð bara að segja, ég dauðvorkenni kjósendum Miðflokksins í þessu kjördæmi og öllum þeim fjölda starfsfólks sem hefur lagt hönd á plóg í þessum kosningum. Þetta er eins og einhver lýsti því: Ekkert annað en hnífstunga í bakið. Þetta er það snemmt og það fyrirséð hjá viðkomandi eða fyrirfram ákveðið, það er engin leið að lesa annað út úr því.“ Eina fagnaðarefnið við inngöngu Birgis Þórarinssonar í þingflokk xD er að með því er hann að samþykkja stefnu xD. Birgir mun því láta af andstöðu við gagnrýni á stöðu mannréttinda á Filippseyjum, styðja framþróun orkumála og láta af daðri við afneitunarsinna í lofslagsmálum.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) October 9, 2021 Birgir þarf að laga sig að flokknum Stjórnarmyndunarviðræður eru í fullum gangi hjá stjórn sem Birgir hefur talað gegn. Hanna Katrín: „Þetta eykur þingstyrk flokksins en mér þætti ekki ólíklegt að þetta þrengdi möguleika hans til stjórnarsamstarfs að einhverju leyti. En nóttin er ung, þó að þessi tiltekni þingmaður ferðist með þungan farangur af alls konar forpokaðri afstöðu, allt að því mannfjandsamlegri til ýmissa mála, þá er þetta samt bara einn þingmaður.“ Friðjón: „Hann þarf að aðlaga sig að þeim málum sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnarflokkarnir munu leggja áherslu á. Orkuskipti, virðing fyrir mannréttindum og ákveðna afstöðu í mörgum málum sem hann sannarlega talaði mjög einarðlega á móti á síðasta kjörtímabili.“ Hefurðu trú á því að hann geti tekið það stökk? „Það er hans að sanna það, hann er að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, við sjálfstæðisfólk erum ekki að ganga í Birgi Þórarinsson,“ segir Friðjón. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag en sagðist í stuttri uppfærslu hlakka til samstarfsins við Birgi. Ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gáfu ekki kosti á viðtali í dag, ekki frekar en formaður Miðflokksins. Í viðtali við fréttastofu var Friðjóni Friðjónssyni veitt ráðrúm til að svara spurningunni um stað Birgis Þórarinssonar í Sjálfstæðisflokknum oftar en einu sinni, en ástæðuna fyrir því má sjá hér: Sjaldan verið leiðari að þurfa að klippa út kvót pic.twitter.com/pgX8rH4vMj— Snorri Másson (@5norri) October 9, 2021
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58
Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08