Fótbolti

Guð­rún nálgast meistara­titilinn í Sví­þjóð | Cecili­a Rán og Berg­lind Rós héldu hreinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún og stöllur hennar eru hársbreidd frá sænska meistaratitlinum.
Guðrún og stöllur hennar eru hársbreidd frá sænska meistaratitlinum. @FCRosengard

Það var nóg um að vera hjá Íslendingaliðunum í Svíþjóð í dag. Þá vann Vålerenga 1-0 sigur á Lyn.

Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í byrjunarliði Rosengård sem vann 2-1 sigur á Linköping í Svíþjóð eftir að lenda 1-0 undir snemma leiks. Tvö mörk í fyrri hálfleik sneru dæminu við og Rosengård fór með stigin þrjú heim.

Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem gerði markalaust jafntefli við Vittsjö. Diljá Ýr var tekin af velli í hálfleik. Að lokum vann Örebro 1-0 sigur á Djurgården. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð vaktina í marki Örebro og Berglind Rós Ágústsdóttir var í miðju þriggja manna varnar sigurliðsins.

Rosengård er á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 19 umferðum. Häcken kemur þar á eftir með 43 stig. Örebro er í 7. sæti með 24 stig.

Í Noregi vann Vålerenga sigur á Lyn. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í liði Vålerenga á meðan Amanda Andradóttir horfði á leikinn frá varamannabekknum.

Vålerenga er í 4. sæti með 29 stig að loknum 15 umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×