Bjarni Ben býður Birgi velkominn Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 15:28 Bjarni Benediktsson hefur boðið Birgi Þórarinsson velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, býður Birgi Þórarinsson velkominn í flokkinn, á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Bjarni deilir þar frétt mbl.is um viðskilnað Birgis við Miðflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins.“ Birgir kom mörgum, þar á meðal flokkssystkinum sínum, á óvart í morgun með því að tilkynna í grein í Morgunblaðinu að hann hefði ákveðið að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, tæpum tveimur vikum eftir þingkosningar þar sem hann var endurkjörinn sem þingmaður Suðurkjördæmis. Vistaskiptin hafa vakið talsverð viðbrögð í dag, enda er þing ekki enn komið saman eftir kosningar. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Birgir að aðför lykilmanna innan Miðflokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif um þessa ákvörðun. Hann sagðist ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þar var um að ræða. Þá sitji Klaustursmálið og framferði félaga hans enn í honum og ekki hafi gróið um heilt milli hans og annarra flokksmanna eftir að hann hafi gagnrýnt þau sem þar tóku þátt. Miðflokksfólk hefur gagnrýnt Birgi harðlega fyrir meint svik. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg og kosningastjóri flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sakaði hann meðal annars um sjálfhverfu og óheilindi í aðsendri grein á Vísi. Þá líkti Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingflokksfélagi Birgis, ákvörðun þess síðarnefnda við sveðjustungu í bak Miðflokksfólks, í samtali við RÚV fyrr í dag. Nú sitja tveir Miðflokksmenn eftir á þingi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólafsson. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35 „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22 Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Bjarni deilir þar frétt mbl.is um viðskilnað Birgis við Miðflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins.“ Birgir kom mörgum, þar á meðal flokkssystkinum sínum, á óvart í morgun með því að tilkynna í grein í Morgunblaðinu að hann hefði ákveðið að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, tæpum tveimur vikum eftir þingkosningar þar sem hann var endurkjörinn sem þingmaður Suðurkjördæmis. Vistaskiptin hafa vakið talsverð viðbrögð í dag, enda er þing ekki enn komið saman eftir kosningar. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Birgir að aðför lykilmanna innan Miðflokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif um þessa ákvörðun. Hann sagðist ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þar var um að ræða. Þá sitji Klaustursmálið og framferði félaga hans enn í honum og ekki hafi gróið um heilt milli hans og annarra flokksmanna eftir að hann hafi gagnrýnt þau sem þar tóku þátt. Miðflokksfólk hefur gagnrýnt Birgi harðlega fyrir meint svik. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg og kosningastjóri flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sakaði hann meðal annars um sjálfhverfu og óheilindi í aðsendri grein á Vísi. Þá líkti Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingflokksfélagi Birgis, ákvörðun þess síðarnefnda við sveðjustungu í bak Miðflokksfólks, í samtali við RÚV fyrr í dag. Nú sitja tveir Miðflokksmenn eftir á þingi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólafsson. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35 „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22 Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35
„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01
Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08
Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10