Handbolti

Íslendingalið Gummersbach áfram í þýska bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson ræðir við leikmenn sína á æfingu Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson ræðir við leikmenn sína á æfingu Gummersbach. mynd/@vflgummersbach

Íslendingalið Gummersbach, sem leikur í næst efstu deild þýska handboltans, er komið áfram í þýska bikarnum eftir átta marka sigur gegn Ferndorf, 30-22.

Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach, en meðal leikmanna eru Hákon Daði Styrmisson og Elliði Snær Viðarsson.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið sem gat skilið liðin að. Þegar lgengið var til búningsherbergja vart staðan jöfn, 14-14.

Heimamenn í Gummersbach tóku þó fljótt forystuna í sienni hálfleik, en þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka var munurinn orðin sex mörk, 23-17.

Að lokum unnu heimamenn góðan átta marka sigur, 30-22, og eru því komnir í 16-liða úrslit þýska bikarsins. Hákon Daði hafði nokkuð hægt um sig á hans mælikvarða, en hann skoraði eitt mark. Elliði Snær komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×