Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn HK

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
HK - KA Olísdeild karla í handbolta vetur 2021-2022. HSÍ
HK - KA Olísdeild karla í handbolta vetur 2021-2022. HSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjuði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25.

HK byrjuði leikinn af krafti og skoraði fyrstu 3 mörk leiksins. FH-ingar sáu ekki markið fyrstu 6 mínútur leiksins og tók vörn HK og Sigurjón alla bolta sem rötuðu í átt að markinu.

Gytis Smantauskas, leikmaður FH, setti met um stuttan spilatíma þegar hann fékk að líta rauða spjaldið eftir einungis 6 mínútur. Rauða spjaldið virtist kveikja í FH-ingum sem loksins komu boltanum í netið. 

Eftir um stundarfjórðung voru FH-ingar komnir tveimur mörkum yfir, 7-5. Eftir það var ekki aftur snúið og áttu FH-ingar 5-0 kafla stuttu seinna, þá komnir í stöðuna 13-8. HK-ingar eltu restina af fyrri hálfleik. Hálfleikstölur 17-12 fyrir FH.

FH-ingar héldu uppteknum hætti frá fyrri hálfleik en þurftu að hafa sig við vegna þess að HK reyndi eftir megni að saxa á forskotið. Það varði þó ekki lengi og þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik var staðan 23-18. 

Á 45. mínútu er brotið á Hirti Inga, leikmanni HK. Kristján Ottó Hjálmarsson, leikmaður HK, hellti sér í kjölfarið yfir dómarann og uppskar tvisvar sinnum tveggja mínútna brottvísun og lauk þar með leik.

Áfram héldu FH-ingar að skora og komu sér í 27-20. HK náði að minnka muninn fyrir leikslok og lokartölur því 29-25.

Afhverju vann FH?

Þrátt fyrir erfiða byrjun náðu FH-ingar að sýna mátt sinn og vinna leikinn. Þeir voru góðir sóknarlega loksins þegar þeir fundu markið og nýttu sér tapaða bolta HK.

Hverjir stóðu upp úr?

Hjá HK var Elías Björgvin Sigurðsson sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Sigurður Jefferson Guarino og Hjörtur Ingi Halldórsson voru með 5 mörk hvor. 

Sigurjón Guðmundsson var góður í markinu hjá HK með 15 varða bolta, 35% markvörslu.

Hjá FH var það Ásbjörn Friðriksson sem bar sóknarleikinn á herðum sér, með 11 mörk. Birgir Már Birgisson var með 7 mörk. 

Hvað gekk illa?

Sóknarleikur HK hrundi eftir góða byrjun. Þeir voru með 16 tapaða bolta sem FH-ingar nýttu sér óspart. Ef þeir hefðu haldið boltanum betur hefði leikurinn að öllum líkindum farið á annan veg.

Hvað gerist næst?

Þriðjudaginn 12. október mætir HK, Val í leik sem átti að fara fram í 2. umferð.

FH-ingar fá Víking í heimsókn miðvikudaginn 13. október. 

Sigursteinn Arndal: Það var eitthvað smá stress í mannskapnum

Sigursteinn Arndal, þjálfari FHVísir: Vilhelm Gunnarsson

„Ég er mjög ánægður með tvö stig,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir sigur á HK í Kórnum í kvöld.

FH-ingar skoruðu ekki fyrstu 6 mínútur leiksins og leið Sigursteini ekkert alltof vel með það.

„Mér leið ekkert sérstaklega vel. Auðvitað vissum við að við þyrftum að skila sigri hér í dag. Það var eitthvað smá stress í mannskapnum. Rauða spjaldið kveikti í okkur og varnarleikurinn var góður eftir það, í fyrri hálfleik.“

„Við spiluðum bara leikinn eins og við lögðum hann upp. Ég skal viðurkenna það, það var spes tilfinning að fara inn í hálfleik og klikka á 6 eða 7 opnum dauðafærum. Það var ekkert spes.“

Aðspurður hvað Sigursteinn vill sjá strákana gera fyrir næsta leik, sagði hann þetta:

„Við þurfum að byggja ofan á þetta og sigrar gefa sjálfstraust. Við þurfum að gleðjast yfir stigunum og halda áfram næstu vikurnar að vinna í okkar málum.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira