Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 13:54 Eitt af megin viðfangsefnum stjórnarflokkanna í viðræðum þeirra um áframhaldandi samstarf er að samræma loforð flokkanna fyrir kosningar og koma þeim heim og saman við ríkisfjármálin. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Í kosningastefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar á dögunum voru ýmsar hugmyndir um aukin útgjöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja ríkisstjórn ekki geta gert dramatískar breytingar á tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs með svo stuttum fyrirvara eins og hann orðaði það eftir stjórnarmyndunarfund á þriðjudag. „En góðu fréttirnar eru þær að við horfum fram á loðnuvertíð og það er margt sem bendir til að það verði góður hagvöxtur á næsta ári. Það mun lífga við tekjustofna ríkisins,“ segir Bjarni. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir m.a. lofað auknum útgjöldum til velferðar- og samgöngumála. Framsókn lofaði til að mynda 60 þúsund króna greiðslu í frístundastyrk til allra barna svo eitthvað sé nefnt. Bjarni Benediktsson segir að vinna verði á miklum halla á fjárlögum á næstu árum. Ef til vill þurfi því að tímasetja útgjaldafrek verkefni nýrrar ríkisstjórnar þannig að þeim verði ekki öllum hleypt af stað fremst á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Bjarni minnir á að það hafi myndast mikill halli á ríkissjóði í faraldrinum. Það verði talsvert verkefni næstu árin að ná aftur endum saman og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Það er mikil áskorun að gera það á sama tíma og menn vilja styrkja ákveðna innviði í landinu. Hvort sem það eru félagslegir eða efnislegir innviðir eins og vegakerfið og fjarskiptakerfið. Þetta er meðal þess sem við þurfum aðeins að ræða og verið að skoða. Í hverju þessar áskoranir liggja og hversu stórt verkefnið er,“ segir Bjarni. Eftir að stjórnarflokkarnir hafi náð saman um helstu verkefni komi að því að skoða hvernig næsta fjárlagaár geti litið út „Það getur vel verið að það henti betur stöðunni í hagkerfinu að tímasetja þetta mjög vandlega frekar en hafa þetta mjög framhlaðið. Sú umræða er öll eftir,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Í kosningastefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar á dögunum voru ýmsar hugmyndir um aukin útgjöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja ríkisstjórn ekki geta gert dramatískar breytingar á tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs með svo stuttum fyrirvara eins og hann orðaði það eftir stjórnarmyndunarfund á þriðjudag. „En góðu fréttirnar eru þær að við horfum fram á loðnuvertíð og það er margt sem bendir til að það verði góður hagvöxtur á næsta ári. Það mun lífga við tekjustofna ríkisins,“ segir Bjarni. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir m.a. lofað auknum útgjöldum til velferðar- og samgöngumála. Framsókn lofaði til að mynda 60 þúsund króna greiðslu í frístundastyrk til allra barna svo eitthvað sé nefnt. Bjarni Benediktsson segir að vinna verði á miklum halla á fjárlögum á næstu árum. Ef til vill þurfi því að tímasetja útgjaldafrek verkefni nýrrar ríkisstjórnar þannig að þeim verði ekki öllum hleypt af stað fremst á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Bjarni minnir á að það hafi myndast mikill halli á ríkissjóði í faraldrinum. Það verði talsvert verkefni næstu árin að ná aftur endum saman og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Það er mikil áskorun að gera það á sama tíma og menn vilja styrkja ákveðna innviði í landinu. Hvort sem það eru félagslegir eða efnislegir innviðir eins og vegakerfið og fjarskiptakerfið. Þetta er meðal þess sem við þurfum aðeins að ræða og verið að skoða. Í hverju þessar áskoranir liggja og hversu stórt verkefnið er,“ segir Bjarni. Eftir að stjórnarflokkarnir hafi náð saman um helstu verkefni komi að því að skoða hvernig næsta fjárlagaár geti litið út „Það getur vel verið að það henti betur stöðunni í hagkerfinu að tímasetja þetta mjög vandlega frekar en hafa þetta mjög framhlaðið. Sú umræða er öll eftir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?