Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2021 07:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, hlaðkona hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. Ólöfu var sagt upp hjá Icelandair þar sem hún starfaði sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli en aðilum deilir mjög á um kringumstæður. Efling, sem hyggst sækja mál gegn fyrirtækinu vegna uppsagnarinnar, segir Ólöfu hafa verið trúnaðarmann í baráttu fyrir samstarfsmenn sína þegar henni var sagt upp, á meðan Icelandair heldur því fram að Ólöf hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar hún var látin fara vegna trúnaðarbrests og samstarfsörðugleika. Vísir greindi frá því í gær að samkvæmt skjáskotum sem tekin voru eftir að Ólöfu var sagt upp var hún enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair og þá hefur Vinnumálastofnun staðfest að hún sé enn skráður öryggistrúnaðarmaður hjá þeim. „Ef trúnaðarmaður er sannarlega að sinna samskiptum við starfsmenn og er tengiliður við sitt stéttarfélag þá lítum við svo á að hann sé trúnaðarmaður þar til annar er kjörinn,“ sagði Ragnar þegar Vísir ræddi við hann í gær. Trúnaðarmenn eru yfirleitt kosnir til tveggja ára og eru samstarfsmönnum sínum til halds og traust þegar kemur að hinum ýmsu málum. Á vef VR segir eftirfarandi um trúnaðarmenn: „Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við VR og atvinnurekandann. Hlutverk hans er að vera til staðar fyrir samstarfsmenn, auðvelda samskipti við atvinnurekanda, miðla upplýsingum og hafa eftirlit með því að samningar séu haldnir á vinnustaðnum og lög ekki brotin á starfsfólki. Hlutverk trúnaðarmanns er að þekkja leiðir til úrlausnar ágreiningsmála, kynna breytingar og nýjungar, og hvetja félagsmenn til að leita sér upplýsinga.“ Eðli málsins samkvæmt kveða lög á um að ekki megi segja upp trúnaðarmönnum vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn. Langsóttar leiðir til að standa við siðlausar ákvarðanir „Það eru mjög mörg fyrirtæki sem taka þetta samband alvarlega,“ segir Ragnar. „Og margir trúnaðarmenn sem við erum í sambandi við sem fá mikið svigrúm til að sinna þessari stöðu. En þetta er mjög misjafnt; sums staðar er þetta litið hornauga en annars staðar er þetta mjög virkt.“ Ragnar segist almennt telja að í öllum þeim tilvikum þar sem atvinnurekendur virði störf trúnaðarmannsins komið það fyrirtækjunum vel, bæði hvað varðar starfsandann innanhúss og orðsporið út á við. „Þess vegna kemur þetta mér töluvert á óvart,“ segir hann. Ragnar bendir á, líkt og Efling hefur gert í sínum málflutningi, þá yfirlýsingu sem forsvarsmenn Icelandair og Samtaka atvinnulífsins, ásamt fulltrúum ASÍ og Flugfreyjufélagi Íslands, undirrituðu í kjölfar kjaradeilu Icelandair og flugþjóna. Þar sagði meðal annars: „Icelandair telur nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns, sem tryggir frið um starfsemi félagsins á gildistíma kjarasamninga og á meðan leitað er lausna í kjaraviðræðum. Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín í milli.“ „Auðvitað er hægt að finna einhverjar langsóttar leiðir til að reyna að standa við, að mínu mati, siðlausar ákvarðanir en ég bendi líka á það að eigendur þessa fyrirtækis eru að stórum hluta lífeyrissjóðir, sem hafa sett sér mjög ströng fjárfestingaskilyrði. Þau lúta einmitt að þessu; að fyrirtæki brjóti ekki á grundvallarréttindum starfsfólks, eða stundi félagsleg undirboð eða þvíumlíkt,“ segir Ragnar. Hann segist telja það hafa ráðið nokkru um að margir lífeyrissjóðir ákváðu að fjárfesta ekki í Play en félagið hefur verið sakað um að byggja rekstur sinn á kjörum undir lágmarkslaunum. Icelandair Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09 Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Ólöfu var sagt upp hjá Icelandair þar sem hún starfaði sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli en aðilum deilir mjög á um kringumstæður. Efling, sem hyggst sækja mál gegn fyrirtækinu vegna uppsagnarinnar, segir Ólöfu hafa verið trúnaðarmann í baráttu fyrir samstarfsmenn sína þegar henni var sagt upp, á meðan Icelandair heldur því fram að Ólöf hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar hún var látin fara vegna trúnaðarbrests og samstarfsörðugleika. Vísir greindi frá því í gær að samkvæmt skjáskotum sem tekin voru eftir að Ólöfu var sagt upp var hún enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair og þá hefur Vinnumálastofnun staðfest að hún sé enn skráður öryggistrúnaðarmaður hjá þeim. „Ef trúnaðarmaður er sannarlega að sinna samskiptum við starfsmenn og er tengiliður við sitt stéttarfélag þá lítum við svo á að hann sé trúnaðarmaður þar til annar er kjörinn,“ sagði Ragnar þegar Vísir ræddi við hann í gær. Trúnaðarmenn eru yfirleitt kosnir til tveggja ára og eru samstarfsmönnum sínum til halds og traust þegar kemur að hinum ýmsu málum. Á vef VR segir eftirfarandi um trúnaðarmenn: „Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við VR og atvinnurekandann. Hlutverk hans er að vera til staðar fyrir samstarfsmenn, auðvelda samskipti við atvinnurekanda, miðla upplýsingum og hafa eftirlit með því að samningar séu haldnir á vinnustaðnum og lög ekki brotin á starfsfólki. Hlutverk trúnaðarmanns er að þekkja leiðir til úrlausnar ágreiningsmála, kynna breytingar og nýjungar, og hvetja félagsmenn til að leita sér upplýsinga.“ Eðli málsins samkvæmt kveða lög á um að ekki megi segja upp trúnaðarmönnum vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn. Langsóttar leiðir til að standa við siðlausar ákvarðanir „Það eru mjög mörg fyrirtæki sem taka þetta samband alvarlega,“ segir Ragnar. „Og margir trúnaðarmenn sem við erum í sambandi við sem fá mikið svigrúm til að sinna þessari stöðu. En þetta er mjög misjafnt; sums staðar er þetta litið hornauga en annars staðar er þetta mjög virkt.“ Ragnar segist almennt telja að í öllum þeim tilvikum þar sem atvinnurekendur virði störf trúnaðarmannsins komið það fyrirtækjunum vel, bæði hvað varðar starfsandann innanhúss og orðsporið út á við. „Þess vegna kemur þetta mér töluvert á óvart,“ segir hann. Ragnar bendir á, líkt og Efling hefur gert í sínum málflutningi, þá yfirlýsingu sem forsvarsmenn Icelandair og Samtaka atvinnulífsins, ásamt fulltrúum ASÍ og Flugfreyjufélagi Íslands, undirrituðu í kjölfar kjaradeilu Icelandair og flugþjóna. Þar sagði meðal annars: „Icelandair telur nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns, sem tryggir frið um starfsemi félagsins á gildistíma kjarasamninga og á meðan leitað er lausna í kjaraviðræðum. Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín í milli.“ „Auðvitað er hægt að finna einhverjar langsóttar leiðir til að reyna að standa við, að mínu mati, siðlausar ákvarðanir en ég bendi líka á það að eigendur þessa fyrirtækis eru að stórum hluta lífeyrissjóðir, sem hafa sett sér mjög ströng fjárfestingaskilyrði. Þau lúta einmitt að þessu; að fyrirtæki brjóti ekki á grundvallarréttindum starfsfólks, eða stundi félagsleg undirboð eða þvíumlíkt,“ segir Ragnar. Hann segist telja það hafa ráðið nokkru um að margir lífeyrissjóðir ákváðu að fjárfesta ekki í Play en félagið hefur verið sakað um að byggja rekstur sinn á kjörum undir lágmarkslaunum.
Icelandair Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09 Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09
Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48